Fréttir

Leikskólinn Aðalþing er tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna 2021

Í dag var tilkynnt að Leikskólinn Aðalþing er tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna 2021 fyrir framsækið, skapandi skólastarf og lýðræðislega starfshætti. Forseti Íslands stofnaði til Íslensku menntaverðlaunana en þau eru samstarfsverkefni fjölmargra aðila. Fjölmenn akdemía tekur við innsendum tilnefningum og valdi úr þrjá skóla sem njóta formlegrar tilnefningar. Okkur er því mikill heiður að þessari tilnefningu.
Lesa meira

Stefna Aðalþings um mál og læsi

Fyrir ári gáfum við út Stefnu leikskólans Aðalþings um mál og læsi. Stefna um málþroska, lestur og lesskilning barna í Aðalþingi byggir á hugmyndafræði skólans, aðalnámskrá leikskóla og tekur mið af Stefnu Kópavogsbæjar um mál og lestur (2016). Börnin í Aðalþingi hafa árum saman náð góðri eða meðalgóðri færini í skimunarprófinu Hljóm, svo okkur fannst ástæða til að taka saman í skjal stefnu okkar um mál og læsi.
Lesa meira

Kerfisbundið innra mat

Í Aðalþing höfum við sett saman verkfæri kennara fyrir sameiginlega og samfellda ígrundun á leikskólastarfinu, sem myndar grundvöll skipulagningar skólastarfsins. Við köllum það Kerfisbundið innra mat.
Lesa meira

Agnes Gústafsdóttir ráðin aðstoðarskólastjóri

Það gleður okkur að tilkynna að Agnes Gústafsdóttir hefur hafið störf sem aðstoðarleikskólastjóri í leikskólanum Aðalþingi. Agnes er leikskólakennari, með M.ed. gráðu í leikskólakennarafræðum frá háskóla Íslands. 
Hún hefur góða reynslu af leikskólastarfi en hún hóf störf í Heilsuleikskólanum Urðarhóli 2008 og vann síðar í leikskólanum Álfasteini í Hafnarfirði. Agnes tók einnig viðbótarnám í grunnskólakennarafræðum og vann síðast sem umsjónarkennari í Setbergsskóla
Lesa meira

Úthlutun í leikskóla fyrir haustið 2021

Eftirfarandi upplýsingar voru gefnar út frá Kópavogsbæ í dag. Vegna fjölda barna á biðlista eftir leikskóladvöl í Kópavogi verður úthlutað í tvennu lagi. Börn fædd árið 2019 og eldri verða í fyrri úthlutun og fá foreldrar úthlutunarbréf fyrir 1. apríl n.k. Börn fædd á fyrri hluta árs 2020 verða í seinni úthlutun og fá foreldrar úthlutunarbréf fyrir 1. maí. Ekki er fyrirsjáanlegt hversu ung börn fá boð um vistun í seinni úthlutun.
Lesa meira

Dagur leikskólans 2021 - nýtt myndband frá Aðalþingi

Þann 6. febrúar ár hvert er dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins. En þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Af þessu tilefni gefur Aðalþing út stutt myndband um raungreinar og sköpun í leik.
Lesa meira

Almennt betra heilsufar í haust

Í haust hefur verið lögð mikil áhersla á að börn með einhver einkenni um veikindi komi ekki í leikskólann. Í kjölfarið sjáum við að bæði börn og starfsfólk er minna frá vegna veikinda af völdum algengra umgangspesta.
Lesa meira

Taktu til og farðu að pissa - fyrirlestur Aðalþings mjög vinsæll

Fjölmargir hafa óskað eftir aðgangi að fyrirlestri Aðalþings; Taktu til og farðu að pissa. Í lok nóvember hélt Kennarasamband Íslands málþingið Bara leikur. Málþingið var með fjarfundasniði og vegum Aðalþings héldu kennarar ú skólanum fyrirlesturinn Taktu til og farðu að pissa.
Lesa meira

Börn í Aðalþingi með góða færni samkvæmt skimunarprófinu Hljóm-2

Í stefnu Kópavogs um mál og lestur í leik- og grunnskólum, frá árinu 2016, er stefnt að því að við lok skólaársins 2020 hafi 90%, fimm ára barna öðlast meðal- eða góða færni samkvæmt skimunarprófinu Hljóm-2. Í vor var skimunarprófið Hljóm-2 lagt fyrir 5 ára börn í Aðalþingi,  niðurstöður sýna að 89% barnanna hafi öðlast meðal- eða góða færni samkvæmt prófinu og við höfum því verið við markmið stefnunar öll árin síðan að stefnan var sett.
Lesa meira

Laust störf kennara: Styttri viðvera

Leikskólakennarar eða aðrir kennarar með kennsluréttindi: Fullt starf er sex tíma viðvera á deild auk tíu tíma undirbúningstíma á viku sem unnir eru samkvæmt samkomulagi hverju sinni. Nú er aftur opið fyrir umsóknir til 15. nóvember 2020.
Lesa meira

Svæði

Fyrirspurnir

Leikskólinn Aðalþing  |  Aðalþingi 2  |  203 Kópvogur  |  S. 5150930  |  adalthing@adalthing.is Aðalþing á Facebook