Fréttir

Nýr vefur í smíðum

Nýr vefur í smíðum
Þessi vefur var tekinn í notkun 15. júní 2014 og er í smíðum. Á næstu dögum og vikum verður bætt inn efni af eldri vef sem hrundi eftir árásir. Við hvetjum þig til að kíkja við hér reglulega og fylgjast með lifandi vef í þróun.
Lesa meira

Leitin að leikskólakennurum

Í fréttablaðinu í dag auglýsir Aðalþing eftir leikskólakennrurum til starfa. Tveir þriðju af stafsmannahópnum í Aðalþingi hafa nú starfsréttindi leikskólakennara sem er frábært en við viljum samt gera betur.
Lesa meira

Doktor Guðrún

Guðrún Alda Harðardóttir, pedagogista við leikskólann Aðalþing, varði í gær doktorsritgerð sína í menntavísindum við Kennaradeild, Menntavísindasviði Háskóla Íslands: „Námstækifæri barna í leikskóla. Tækifæri leikskólabarna til þátttöku og áhrifa á leikskólanám sitt“ Guðrún er sjötti leikskólakennarinn sem verður doktor á Íslandi og sá eini þeirra sem starfar við leikskóla.
Lesa meira

Þingfréttaritið - nýr fréttamiðill Aðalþings

Þingfréttaritið hefur nú göngu sína en það er ný viðbót við upplýsingamiðlun frá skólanum. Við gerðum tilraunir með útgáfuna í fyrra og nú eru aðstæður okkur það hliðhollar að tímabært er að hefja starfsemi vefrits.
Lesa meira

Hreyfing í Aðalþingi

Aðalnámskrá leikskóla er meðal annars fjallað um heilbrigði og velferð og þar segir þetta um hreyfingu: "Helstu þættir heilbrigðis sem leggja þarf áherslu á eru: jákvæð sjálfsmynd, hreyfing, næring, hvíld, andleg vellíðan, góð samskipti, öryggi, hreinlæti, kynheilbrigði og skilningur á eigin tilfinningum og annarra."
Lesa meira

Foreldrasamtöl - Nýtt fyrirkomulag

Þann 23. september hefjast skipulögð foreldraviðtöl í Aðalþingi. Foreldrar geta auðvitað hvenær sem er óskað eftir formlegu samtali við kennara barnsins eða þingforseta en af hálfu skólans munum við frá og með þessu hausti hafa frumkvæði að tveimur viðtölum á hverju skólaári.
Lesa meira

Nýtt skólaár

Nýtt skólaár hófst formlega í dag samkvæmt skipulagi sem hefð er fyrir í Kópavogi. Af því tilefni gleður okkur að tilkynna að skóladagatal Aðalþings liggur liggur nú fyrir á vef skólans. Það gleður okkur jafnframt að kynna, að í samræmi við nær einróma niðurstöðu úr foreldrakönnun lokar leikskólinn ekki vegna skipulagsdaga á þessari önn, en þremur skipulagsdögum er þess í stað raðað niður á tímabil við áramótin þegar grunnskólar eru einnig lokaðir. Þetta fyrirkomulag var einnig viðhaft á seinasta skólaári eftir að kosið var um formið meðal foreldra.
Lesa meira

Umsókn um leikskóladvöl

Þessa dagana berast okkur fjölmargar fyrirspurnir um leikskólapláss í Aðalþingi, en vegna sumarleyfa hefur okkur ekki tekist að svara þeim öllum. Það er því rétt að taka eftirfarnadi fram:
Lesa meira

Viðbótarkennsla 2012 - 2014

Viðbótarkennsluteymi Aðalþings hefur tekið saman skýrslu um starfsemi sína fyrir Skólaskrifstofu Kópavogs. Í skýrslunni kemur meðal annar fram að það voru 27 börn með viðbótarkennslu í Aðalþingi þetta skólaár.
Lesa meira

Svæði

Fyrirspurnir

Leikskólinn Aðalþing  |  Aðalþingi 2  |  203 Kópvogur  |  S. 5150930  |  adalthing@adalthing.is Aðalþing á Facebook