Eiturefnalaus leikskóli

Samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla (2011) er sjálfbærni einn af grunnþáttum leikskólastarfs. Sjálfbærni felur í sér fjölmarga þætti svo sem að vinna með gildi sem tengjast lýðræði og því að efla virðingu og tilfinningu fyrir náttúru og umhverfi. Hún tengist ótalmörgum menningarlegum, félagslegum og efnahagslegum þáttum.

Í Aðalþingi er horft til víðrar skilgreiningar á sjálfbærni og í samræmi við það unnið með hana þvert á allt starf leikskólans. Menntun til sjálfbærni í Aðalþingi miðar einnig að því að börnin taki þátt í að móta og hafa áhrif á leikskólasamfélagið.

Hugmyndir um sjálfbærni í verki má meðal annars finna í innkaupastefnu leikskólans, vali á efniviði til sköpunar og leiks með börnum, umverfismenntunar, matarmenningu og endurvinnslu. Jafnframt má sjá greinileg merki sjálfbærni í hugmyndafræði skólastarfsins.

Í námsferð kennara til Svíþjóðar árið 2015 kynntumst við hugmyndum borgaryfirvalda í Stokkólmi um að gera leikskólana eiturefnalausa. Við gripum þessar hugmyndir á lofti og hófumst þegar handa í Aðalþingi. Efnainnihald aðfanga og námsgagna hefur verið skimað og námsgögn sem ekki standast kröfur okkar hafa verið fjarlægð. Nú erum við komin á þann stað að við teljum tímabært að fá Svansvottun á eldhúsið okkar. Ekkert skólaeldhús á Íslandi hefur fengið slíka vottun.


Svæði

Fyrirspurnir

Leikskólinn Aðalþing  |  Aðalþingi 2  |  203 Kópvogur  |  S. 5150930  |  adalthing@adalthing.is Aðalþing á Facebook