Fréttir

Frumsýning: Borðstofa fyrir tveggja ára leikskólabörn

Í tilefni af degi leikskólans 2017 frumsýnir Aðalþing nýtt myndband. Samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla á að hvetja börn til sjálfstæðra vinnubragða, efla trú þeirra á eigin getu og stula að því að þau tileinki sér að borða hollan mat. Í tilefni af Degi leikskóla 6. febrúar 2017, frumsýnir Aðalþing myndband um Borðstofuna, þar sem tveggja ára börnin borða. Myndbandið er dæmi um hvernig unnið er að matarmennt tveggja ára barna í Aðalþingi. Borðstofan er tilbrigði við Matstofuna í Aðalþingi sem þjónað hefur þriggja til sex ára börnum frá árinu 2011.
Lesa meira

Skipulgsdagurinn 2. janúar

Samkvæmt skóladagatali er skipulagsdagur mánudaginn 2. janúar. Við höfum samt ákveðið að opna þann dag klukkan 12:30 og hefst þá dagurinn á útiveru ef veður leyfir.
Lesa meira

Jólkræsingarnar 2016 komnar í forsölu

Jólakræsingararnar okkar og kókoskúlurnar og jólarauðkálið verður selt núna fyrir jólin eins og venjulega. Salan fer fram á næstu dögum og vörurnar verða afhentar á þriðjudag. Forsala hefst í dag á linknum:
Lesa meira

Ný gjaldskrá leikskóla 2017

Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt breytingar á gjöldum leikskóla frá 1. janúar 2017. Grunngjald v/ 8 stunda dvalar eða minna verður kr. 2.791,- fyrir hverja klukkustund á mánuði og lægra gjald kr. 1.954.- Gjald fyrir hádegisverð verður kr. 6.152,- á mánuði og gjald fyrir síðdegishressingu kr. 2.123,-. Gjald fyrir fyrstu hálfu stund umfram 8, verður kr. 4.566,- á mánuði, lægra gjald kr. 3.196,-. Fyrir næstu hálfu stund kr. 9.132,- og lægra gjald kr. 6.393 og fyrir þar næstu, kr. 9.132,- og lægra gjald kr. 6.393,-
Lesa meira

Hljóð- og málvitund 5 ára barna í Aðalþingi vel yfir viðmiði

Í nýrri stefnu Kópavogs um mál og lestur í leik- og grunnskólum er stefnt að því að við lok skólaársins 2020 hafi 90%, fimm ára barna öðlast meðal- eða góða færni samkvæmt skimunarprófinu Hljóm-2. Í nóvember 2016 var skimunarprófið Hljóm-2 lagt fyrir öll 5 ára börn í Aðalþingi, niðurstöður sýna að 94% barnanna hafi öðlast meðal- eða góða færni samkvæmt prófinu.
Lesa meira

Nýtt skóladagatal

Nýtt skóladagatal er nú komið undir hnapp í dálkinum hér til hægri á forsíðunni. Næsti skipulagsdagur er 7. október ekki verða aðrir skipulagsdagar á önninni.
Lesa meira

Skipulagsdagur föstudaginn 9. september frá klukkan 12

Samkvæmt ákvörðun Leikskólanefndar Kópavogsbæjar verður hálfur skipulagsdagur föstudaginn 9. september, frá klukkan 12. Leikskólinn er 
lokaður frá klukkan 12 þann dag 
eins og allir leikskólar í Kópavogi.
Lesa meira

Agnes Gunnlausgsdóttir ráðin deildarstjóri

Það gleður okkur að tilkynna að Agnes Fríða Gunnlaugsdóttir hefur verið ráðin sem þingforseti við Aðalþing og mun hún verða deildarstjóri á Spóaþingi.
Lesa meira

Örfréttir: Flutningur milli deilda, sumarlokun og rannsóknarstyrkur

í dag fóru Örfréttir frá Aðalþingi í pósti til foreldra. Þar er sagt frá flutningi barna milli deilda í haust, dagsetningum sumarlokunar og styrk sem skólinn fékk til rannsókna á jafnréttisstarfi
Lesa meira

Örféttir frá Aðalþingi: Sumarhátíð, hliðið og foreldrakönnun

Í gær fór fyrsti pósturinn frá okkur undir nafninu Örfréttir frá Aðalþingi. Tilgangur póstins er að auka beina upplýsingamiðlun til foreldra er varðar skipulag skólastarfsins og umhverfi. Áfram verða sendir póstar til foreldra um börnin frá hverri deild undir nafninu Helgarpósturinn og Facebooksíða Aðalþings og heimasíða verða áfram virkar. Sumarhátíð: Eins og venjulega stefnum við að því að koma...
Lesa meira

Svæði

Fyrirspurnir

Leikskólinn Aðalþing  |  Aðalþingi 2  |  203 Kópvogur  |  S. 5150930  |  adalthing@adalthing.is Aðalþing á Facebook