Fréttir

Eldhús Aðalþings fær Svansvottun, fyrst íslenskra skólaeldhúsa.

Það er margt sem við eigum öll sameiginlegt. Við leitum hamingjunnar saman og stillum okkur inn á að upplifa ævintýrið í hversdeginum. Til þess að geta það þarf að vera jafnvægi milli þeirra grunnþátta sem gera okkur að lífsglöðum manneskjum. Við öndum, sofum, borðum, hreyfum okkur, hugsum, rannsökum og sköpum. Matur getur aldrei verið aukaatriði í lífi okkar. Það er augljóst að gott eldhús og góður matur er forsenda fyrir góðu skólastarfi.
Lesa meira

Stilla - þróunarverkefni um hæglátt leikskólastarf

Aðalþing stendur að þróunarverkefninu Stilla - um hæglátt leikskólastarf, ásamt þremur öðrum leikskólum og vísindamönnunum Dr. Önnu Hreinsdóttur við HÍ. Kristínu Dýrfjörð við HA, Dr. Alison Clark, höfund Mósaík nálgunarinnar og bókarinnar Slow knowledge and the unhurried child: time for slow pedagogies in early childhood education og Dr. Kari Carlsen prófessor og sérfræðing í tengslum skráninga og sköpunar frá Noregi.
Lesa meira

Aðlögun hófst í gær og lýkur á föstudag

Að venju hófst aðlögun í Aðalþingi í gær, á þriðjudegi um miðjan ágúst. Aðalþing var fyrsti leikskólinn á Íslandi til að standa að svokallaðri þátttökuaðlögun, sem er form sem meirihluti leikskóla notar núna. Í gær hófu 33 börn skólagöngu í Aðalþingi og á föstudag er aðlögun lokið.
Lesa meira

Sumarfríi lýkur á miðvikudag klukkan 10:02

Aðalþing verður opnað eftir sumarfrí um klukkan 10 miðvikudaginn 9. ágúst. Þrjátíu ný börn byrja í skólanum um miðjan ágúst. Foreldrar nýrra barna hafa verið boðaðir á kynningarfund í skólanum á fimmtudaginn 10. ágúst. Samtöl deildarstjóra við foreldra nýrra barna hafa verið skipulögð dagana fram að aðlögun, sem hefst 15. ágúst og lýkur í þeirri viku.
Lesa meira

Sumarfrí, skóladagatal, gjaldskrá og aðlögun

Við komum aftur úr sumarfríi miðvikudaginn 9. ágúst klukkan 10:02 Skóladagatal fyrir skólaárið 2023-2024 hefur verið birt og er aðgengilegt á forsíðu adalthing.is en einnig í fataherbergjum allra deilda að venju.
Lesa meira

Úthlutun vegna barna fædd árið 2021 og eldri

Uppfært 10.4.2023: Úthlutun til barna um pláss í Aðalþingi haustið 2023 er nú lokið af hálfu Kópavogsbæjar. Þær fjölskyldur sem ekki hafa fengið boð um skólavist komast væntanlega ekki að í Aðalþingi þetta haustið. Litlar breytingar geta orðið ef þeir sem hafa fengið boð afþakka. Í slíkum tilfellum myndi sveitarfélagið úthluta í samræmi við úthlutunarreglur sem fyrst og fremst taka mið af aldri. Foreldrum er ætíð velkomið að hafa samband við okkur ef þeir óska nánari upplýsinga.
Lesa meira

Innheimta fyrir Foreldrafélagið

Foreldrafélagið hefur óskað eftir því við okkur að leikskólinn innheimti foreldrafélagsgjöldin samhliða dvalargjöldum. Sérstakur liður á næsta reikningi verður því Félagsgjald í foreldrafélag Aðalþings. Til þess að þetta gangi vel er mikilvægt að foreldrar séu sáttir við þetta fyrirkomulag. Við biðjum þig um að láta okkur vita fyrir 20. nóvember ef þið viljið ekki taka þátt í starfi foreldrafélagsins og þá verður félagsgjaldinu ekki bætt við reikninginn til þín.
Lesa meira

Kennarafélagið gerir kjarasamning

Á föstudag gerði Kennarafélagið ehf. sem rekur leikskólann Aðalþing frá næsta hausti kjarasamning við Félag leikskólakennara. Kjarasamningurinn tryggir félagsmönnum FL í Aðalþingi og öðrum þeim skólum sem Kennarafélagið mun hugsanlega reka, sama samning og gerður var við sveitarfélögin. Kennarafélagið ehf. er rekstrarfélag í eigu starfsmanna við Aðalþing, sem flestir eru félagar í Kennarasambandinu og félaginu er því umhugað um að tryggja kennurum bestu mögulegu starfskjör.
Lesa meira

Kennarafélagið semur um rekstur Aðalþings

Fyrir skömmu skrifuðu Anna Birna Snæbjörnsdóttir fræðslustjóri og Hörður Svavarsson leikskólastjóri undir samning um rekstur leikskólans Aðalþings milli Kópavogsbæjar og Kennarafélagsins ehf.
Lesa meira

Eiturefnalaus leikskóli - ný yfirlýsing

Á skipulagsdegi, þann 16. mars, samþykktu starfsmenn nýja stefnuyfirlýsingu fyrir þróunarverkefnið Eiturefnalaus leikskóli. Aðalþing gerist eiturefnalaus leikskóli af því lítil börn eru sérlega viðkvæm fyrir skaðlegum efnum vegna þess að heili og ónæmiskerfi...
Lesa meira

Svæði

Fyrirspurnir

Leikskólinn Aðalþing  |  Aðalþingi 2  |  203 Kópvogur  |  S. 5150930  |  adalthing@adalthing.is Aðalþing á Facebook