Fréttir

Góður matur er mannréttindi, ekki forréttindi. Terra Madre dagurinn í Aðalþingi

Terra Madre dagurinn - Móðir jörð 10. desember
Hluti af matarmenningu Aðalþings hefur alla tíð verið samofin hugmyndafræði Slow Food samtakanna sem við erum aðilar að. Þann 10. desember 1989, fyrir 25 árum síðan, voru Slow Food samtökin stofnuð formlega í Bra á Ítalíu. Terra Madre, sem þýðir móðir jörð, hefur verið heitið á samkomu matarsamfélaga víðsvegar í heiminum. Þessi matarsamfélög (food communities), kokkar, smáframleiðendur, ungt fólk, bændur, fiskimenn, fræðimenn og neytendur, halda á lofti matvælaframleiðslu sem fer eftir gildum Slow Food hreyfingarinnar: maturinn á að vera góður, hreinn og sanngjarn – og koma úr héraði. Góður matur er mannréttindi, ekki forréttindi.
Lesa meira

Aðalþing í augum gesta

Við fáum fjölda gesta, innlenda og erlenda, til okkar í Aðalþing á hverju ári. Stundum senda þeir okkur fallegar kveðjur og stundum skrifa þeir mjög vinsamlega um okkur á samskiptamiðla, í blogg eða fagblöð. Fyrir stuttu voru fjórir kennarar hjá okkur í heimsókn sem voru einstaklega hrifnir. Einn þeirra póstaði til okkar nokkuð upphafna kveðju og annar bloggaði. Þegar skólinn hóf göngu sína fyrir röskum fimm árum, vakti þátttökuaðlögunin mesta athygli. þremur árum síðar var fólk mest forvitið um brautryðjendastarf okkar í upplýsingatækni með iPad og iOS stýrikerfinu. Núna vekur Matstofan, matarmenningin og lýðræðishugsunin mesta undrun og athygli.
Lesa meira

Um loftgæði og viðbrögð í Aðalþingi

Úrræði leikskólans eru ekki mörg ef loftmengun verður mikil og gefin verður út viðvörun vegna mikils magns af brennisteinsdíoxíði í andrúmslofti. Það er mikilvægt að foreldrar séu upplýstir um þetta og séu viðbúnir því að meta sjálfir til hvaða ráðstafana er best að grípa varðandi börnin sín.
Lesa meira

Aðlögun hefst í dag

Í dag hefja 27 börn aðlögun í Aðalþingi. Við óskum þeim, okkur, foreldrunum og samfélaginu í Kópavogi til hamingju með daginn.
Lesa meira

Opnað aftur klukkan 12:30

Klukkan 12:30 á morgun, þriðjudag, hefst skólastarf aftur eftir sumarfrí í Aðalþingi.
Lesa meira

Mentor - mikilvægt öryggistæki

Við notum Mentor í Aðalþingi. Mentor er nemendaumsjónarkerfi sem er miðlægt á internetinu og tryggir að við eigum aðgang að upplýsingum um börnin og aðstandendur þeirra úr hvaða netttengdri tölvu sem er. Slíkt getur verið mikilvægt ef slys eða óhapp ber að höndum eða ná þarf strax til foreldra.
Lesa meira

Sumarfrí og elstu börnin hætta

Þann fjórða júlí hefst sumarfrí í leikskólanum klukkan 12:30 samkvæmt venju í Kópavogi. Við opnum aftur þriðjudaginn eftir verslunarmannahelgi á sama tíma, klukkan 12:30. Elstu börnin koma ekki í leikskólann aftur eftir sumarfrí því nú er boðið upp á nýbreytni í bænum sem eru úrræði í sumardvöl dægradvalar grunnskólanna.
Lesa meira

Nýr vefur í smíðum

Nýr vefur í smíðum
Þessi vefur var tekinn í notkun 15. júní 2014 og er í smíðum. Á næstu dögum og vikum verður bætt inn efni af eldri vef sem hrundi eftir árásir. Við hvetjum þig til að kíkja við hér reglulega og fylgjast með lifandi vef í þróun.
Lesa meira

Leitin að leikskólakennurum

Í fréttablaðinu í dag auglýsir Aðalþing eftir leikskólakennrurum til starfa. Tveir þriðju af stafsmannahópnum í Aðalþingi hafa nú starfsréttindi leikskólakennara sem er frábært en við viljum samt gera betur.
Lesa meira

Doktor Guðrún

Guðrún Alda Harðardóttir, pedagogista við leikskólann Aðalþing, varði í gær doktorsritgerð sína í menntavísindum við Kennaradeild, Menntavísindasviði Háskóla Íslands: „Námstækifæri barna í leikskóla. Tækifæri leikskólabarna til þátttöku og áhrifa á leikskólanám sitt“ Guðrún er sjötti leikskólakennarinn sem verður doktor á Íslandi og sá eini þeirra sem starfar við leikskóla.
Lesa meira

Svæði

Fyrirspurnir

Leikskólinn Aðalþing  |  Aðalþingi 2  |  203 Kópvogur  |  S. 5150930  |  adalthing@adalthing.is Aðalþing á Facebook