Flýtilyklar
Fréttir
Í minningu Sesselju Hauksdóttur
Föstudaginn 7.apríl verður Sesselja Hauksdóttir, fyrrverandi leikskólafulltrúi kvödd. Sesselja gegndi stöðu leikskólafulltrúa í 24 ár, en hún lést þann 22.mars eftir langvarandi veikindi. Hennar verður sárt saknað af leikskólakennurum.
Henni til virðingar munu leikskólar í Kópavogi flagga í hálfa stöng þennan dag.
06.04.2017
Lesa meira
Skipulagsdagar
Eins og kemur fram í skóladagatalinu þá er skipulagsdagur í Aðalþingi mánudaginn 13. mars. Jafnframt verða tveir seinustu skipulagsdagar skólaársins þann 19. og 21. apríl, sem eru beggja vegna sumardagsins fyrsta.
09.03.2017
Lesa meira
Aðalþing leitar að leikskólakennurum
Nú er tækifæri til að ráða sig til starfa í frábærum leikskóla. Við erum að svipast um eftir kennurum til að koma til samstarfs við öflugan kennarahóp í Aðalþingi, í haust eða fyrr eftir atvikum.
Aðalþing styðst við hugmyndafræði Loris Malaguzzi frá Reggio Emilia og hefur skólinn hlotið gott umtal. Nánari upplýsingar um starfið má fá á heimasíðu skólans adalthing.is, Facebooksíðu skólans og á Youtuberás Aðalþings þar sem eru sex myndbönd frá starfinu undanfarið ár.
03.03.2017
Lesa meira
Frumsýning: Borðstofa fyrir tveggja ára leikskólabörn
Í tilefni af degi leikskólans 2017 frumsýnir Aðalþing nýtt myndband.
Samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla á að hvetja börn til sjálfstæðra vinnubragða, efla trú þeirra á eigin getu og stula að því að þau tileinki sér að borða hollan mat. Í tilefni af Degi leikskóla 6. febrúar 2017, frumsýnir Aðalþing myndband um Borðstofuna, þar sem tveggja ára börnin borða. Myndbandið er dæmi um hvernig unnið er að matarmennt tveggja ára barna í Aðalþingi. Borðstofan er tilbrigði við Matstofuna í Aðalþingi sem þjónað hefur þriggja til sex ára börnum frá árinu 2011.
05.02.2017
Lesa meira
Skipulgsdagurinn 2. janúar
Samkvæmt skóladagatali er skipulagsdagur mánudaginn 2. janúar.
Við höfum samt ákveðið að opna þann dag klukkan 12:30 og hefst þá dagurinn á útiveru ef veður leyfir.
30.12.2016
Lesa meira
Jólkræsingarnar 2016 komnar í forsölu
Jólakræsingararnar okkar og kókoskúlurnar og jólarauðkálið verður selt núna fyrir jólin eins og venjulega. Salan fer fram á næstu dögum og vörurnar verða afhentar á þriðjudag. Forsala hefst í dag á linknum:
15.12.2016
Lesa meira
Ný gjaldskrá leikskóla 2017
Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt breytingar á gjöldum leikskóla frá 1. janúar 2017.
Grunngjald v/ 8 stunda dvalar eða minna verður kr. 2.791,- fyrir hverja klukkustund á mánuði og lægra gjald kr. 1.954.- Gjald fyrir hádegisverð verður kr. 6.152,- á mánuði og gjald fyrir síðdegishressingu kr. 2.123,-. Gjald fyrir fyrstu hálfu stund umfram 8, verður kr. 4.566,- á mánuði, lægra gjald kr. 3.196,-. Fyrir næstu hálfu stund kr. 9.132,- og lægra gjald kr. 6.393 og fyrir þar næstu, kr. 9.132,- og lægra gjald kr. 6.393,-
06.12.2016
Lesa meira
Hljóð- og málvitund 5 ára barna í Aðalþingi vel yfir viðmiði
Í nýrri stefnu Kópavogs um mál og lestur í leik- og grunnskólum er stefnt að því að við lok skólaársins 2020 hafi 90%, fimm ára barna öðlast meðal- eða góða færni samkvæmt skimunarprófinu Hljóm-2.
Í nóvember 2016 var skimunarprófið Hljóm-2 lagt fyrir öll 5 ára börn í Aðalþingi, niðurstöður sýna að 94% barnanna hafi öðlast meðal- eða góða færni samkvæmt prófinu.
09.11.2016
Lesa meira
Nýtt skóladagatal
Nýtt skóladagatal er nú komið undir hnapp í dálkinum hér til hægri á forsíðunni. Næsti skipulagsdagur er 7. október ekki verða aðrir skipulagsdagar á önninni.
20.09.2016
Lesa meira
Skipulagsdagur föstudaginn 9. september frá klukkan 12
Samkvæmt ákvörðun Leikskólanefndar Kópavogsbæjar verður hálfur skipulagsdagur föstudaginn 9. september, frá klukkan 12. Leikskólinn er
lokaður frá klukkan 12 þann dag
eins og allir leikskólar í Kópavogi.
28.08.2016
Lesa meira