Flýtilyklar
Fréttir
HLJÓÐ- OG MÁLVITUND 5 ÁRA BARNA Í AÐALÞINGI NÆR MARKMIÐUM KÓPAVOGS Í ANNAÐ SINN
Í stefnu Kópavogs um mál og lestur í leik- og grunnskólum er stefnt að því að við lok skólaársins 2020 hafi 90%, fimm ára barna öðlast meðal- eða góða færni samkvæmt skimunarprófinu Hljóm-2. Í nóvember 2017 var skimunarprófið Hljóm-2 lagt fyrir 5 ára börn í Aðalþingi, niðurstöður sýna að 90% barnanna hafi öðlast meðal- eða góða færni samkvæmt prófinu og hefur markmið stefnunar því verið náð bæði árin síðan að stefnan var sett.
12.01.2018
Lesa meira
Ný gjaldskrá fyrir leikskóla
Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt breytingar á gjöldum leikskóla frá 1. janúar 2018.
21.12.2017
Lesa meira
Jólakræsingarnar 2017 - jólagjöf ársins, komnar í sölu
Jólakræsingararnar okkar og jólarauðkálið verður selt núna fyrir jólin eins og venjulega. Salan fer fram á næstu dögum og vörurnar verða afhentar á 20. desember. Söluform er hér og sala hefst í dag.
13.12.2017
Lesa meira
Skipulagsdagur 6. október
Samkvæmt ákvörðun Kópavogsbæjar hafa skipulagsdagar leik og grunnskóla að nokkru leiti verið samræmdir. Skipulagsdagur hefur verið ákveðinn 6. október 2017. Þá eru allir skólar lokaðir.
10.09.2017
Lesa meira
Skólastarf hefst aftur klukkan 12:30
Skólastarf hefst aftur í Aðalþingi eftir sumarfrí klukkan 12:30 á þriðjudag - þann áttunda ágúst...
07.08.2017
Lesa meira
Gott viðhald
Það er gott viðhald í Aðalþingi. Strax daginn eftir að við fórum í sumarfrí var duglega fólkið frá Kópavogsbæ mætt til að skipta um gólf í fataherbergi á einni deildinni. Eins og þessar myndir bera með sér miðar verkinu vel og er nú að ljúka.
24.07.2017
Lesa meira
Brautskráning í Salnum í dag klukkan 15
Í dag fer fram brautskráning elstu barnanna í Aðalþingi. Athöfn verður af því tilefni í Salnum í Kópavogi. Börnin munu í misstórum hópum sýna afrakstur skólastarfsins á vorönninni. Börnin fá afhent brautskráningarskjöl og birkiplöntu eins og undanfarin ár. Athöfnin hefst klukkan 15 og boðið verður upp á léttar veitingar að samkomunni lokinni. Allir eru velkomnir.
08.06.2017
Lesa meira
Í minningu Sesselju Hauksdóttur
Föstudaginn 7.apríl verður Sesselja Hauksdóttir, fyrrverandi leikskólafulltrúi kvödd. Sesselja gegndi stöðu leikskólafulltrúa í 24 ár, en hún lést þann 22.mars eftir langvarandi veikindi. Hennar verður sárt saknað af leikskólakennurum.
Henni til virðingar munu leikskólar í Kópavogi flagga í hálfa stöng þennan dag.
06.04.2017
Lesa meira
Skipulagsdagar
Eins og kemur fram í skóladagatalinu þá er skipulagsdagur í Aðalþingi mánudaginn 13. mars. Jafnframt verða tveir seinustu skipulagsdagar skólaársins þann 19. og 21. apríl, sem eru beggja vegna sumardagsins fyrsta.
09.03.2017
Lesa meira
Aðalþing leitar að leikskólakennurum
Nú er tækifæri til að ráða sig til starfa í frábærum leikskóla. Við erum að svipast um eftir kennurum til að koma til samstarfs við öflugan kennarahóp í Aðalþingi, í haust eða fyrr eftir atvikum.
Aðalþing styðst við hugmyndafræði Loris Malaguzzi frá Reggio Emilia og hefur skólinn hlotið gott umtal. Nánari upplýsingar um starfið má fá á heimasíðu skólans adalthing.is, Facebooksíðu skólans og á Youtuberás Aðalþings þar sem eru sex myndbönd frá starfinu undanfarið ár.
03.03.2017
Lesa meira