Flýtilyklar
Fréttir
Laust störf kennara: Styttri viðvera
Leikskólakennarar eða aðrir kennarar með kennsluréttindi:
Fullt starf er sex tíma viðvera á deild auk tíu tíma undirbúningstíma á viku sem unnir eru samkvæmt samkomulagi hverju sinni. Nú er aftur opið fyrir umsóknir til 15. nóvember 2020.
14.05.2020
Lesa meira
Skóli eftir páska og sóttkví
Ekki stendur annað til en Aðalþing verði opið eftir páska fyrir þau börn sem ekki eru í sóttkví. Vísum við þar til fyrri tilkynninga um hvaða daga börnin geta komið. Ef kemur til frekari takmarkana á skólastarfi vegna sóttkvía eða smita verða að sjálfsögðu sendar skýrar tilkynningar um það.
11.04.2020
Lesa meira
Skipulagsdagur vegna COVID 19 - mánudaginn 16.03.2020
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að skipulagningu skólastarfs miðað við ofangreindar ákvarðanir. Þegar hefur verið ákveðið að mánudaginn 16.mars verði skipulagsdagur í grunn- og leikskólum á höfuðborgarsvæðinu til þess að stjórnendur og starfsmenn grunn- og leikskóla geti skipulagt skólastarfið sem best á þessu tímabili sem takmörkunin nær til.
15.03.2020
Lesa meira
Um innritun barna í leikskólann
Kópavogsbær annast innritun barna í Aðalþing samkvæmt þjónustusamningi leikskólans við bæinn. Sótt er um leikskóladvöl á vef bæjarins.
Aldur barna stýrir forgangsröðun við innritun. Eldri börn fá úthlutað leikskólaplássi á undan þeim sem yngri eru. Lengd biðlista hverju sinni ræður því hversu ung börn hefja leikskólagöngu í Aðalþingi á haustin.
Undanfarin ár haf yngstu börnin sem innrituð haf verið í Aðalþing, verið u.þ.b. tveggja ára.
17.02.2020
Lesa meira
JÓLAKRÆSINGARNAR 2019 - KOMNAR Í SÖLU
Jólakræsingararnar okkar og jólarauðkálið verður selt núna fyrir jólin eins og venjulega. Salan fer fram á næstu dögum og vörurnar verða afhentar 20. desember. Söluform er hér og sala hefst í dag.
17.12.2019
Lesa meira
Ný gjaldskrá fyrir leikskóla
Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt breytingar á gjöldum leikskóla frá 1. janúar 2020.
10.12.2019
Lesa meira
Aðalþing gefur út bók um Barnasáttmálann í Aðalþingi
Samningur sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, Barnasáttmálinn, er 30 ára í dag. Aðalþing hefur starfað í 10 ár og í tilefni af þessum afmælum gefur leikskólinn út bókina "Í anda Barnasáttmálans í tíu ár í Aðalþingi"
20.11.2019
Lesa meira
Eldvarnaskoðun án athugasemda
Eldvarnaskoðun fór fram í Aðalþingi september. Okkur hefur borist niðurstaða skoðunarmanna en engar athugasemdir voru gerðar við eldvarnir í leikskólanum annað árið í röð.
Að mati slökkviliðsins tejast elvarnir nægjanlegar og eldvarnafulltrúi Kópavogsbæjar gat þess að ekkert væri að og allt til fyrirmyndar.
17.10.2019
Lesa meira
Kladdar út - Vala inn
Pappírskladdarnir sem notaðir hafa verið í Aðalþingi frá upphafi eru ekki lengur í notkun. Frá og með þessari viku eru kladdarnir og Mentor aflögð en gagnagrunnurinn Vala er tekin við.
11.09.2019
Lesa meira
Sumarfrí 2019, þann fimmta júlí
Föstudaginn fimmta júlí hefst sumarfrí í leikskólanum klukkan 12:30 samkvæmt venju í Kópavogi. Við opnum aftur þriðjudaginn eftir verslunarmannahelgi á sama tíma, klukkan 12:30.
01.07.2019
Lesa meira
