Flýtilyklar
Fréttir
Kladdar út - Vala inn
Pappírskladdarnir sem notaðir hafa verið í Aðalþingi frá upphafi eru ekki lengur í notkun. Frá og með þessari viku eru kladdarnir og Mentor aflögð en gagnagrunnurinn Vala er tekin við.
11.09.2019
Lesa meira
Sumarfrí 2019, þann fimmta júlí
Föstudaginn fimmta júlí hefst sumarfrí í leikskólanum klukkan 12:30 samkvæmt venju í Kópavogi. Við opnum aftur þriðjudaginn eftir verslunarmannahelgi á sama tíma, klukkan 12:30.
01.07.2019
Lesa meira
Aðalþing nær markmiðum Kópavogs um hljóð- og málvitund í þriðja sinn
Í stefnu Kópavogs um mál og lestur í leik- og grunnskólum er stefnt að því að við lok skólaársins 2020 hafi 90%, fimm ára barna öðlast meðal- eða góða færni samkvæmt skimunarprófinu Hljóm-2. Í vor var skimunarprófið Hljóm-2 lagt fyrir 5 ára börn í Aðalþingi, niðurstöður sýna að 97% barnanna hafi öðlast meðal- eða góða færni samkvæmt prófinu og hefur markmið stefnunar því verið náð öll árin síðan að stefnan var sett.
08.05.2019
Lesa meira
Um innritun barna í leikskólann
Kópavogsbær annast innritun barna í Aðalþing samkvæmt þjónustusamningi leikskólans við bæinn. Sótt er um leikskóladvöl á vef bæjarins.
Aldur barna stýrir forgangsröðun við innritun. Eldri börn fá úthlutað leikskólaplássi á undan þeim sem yngri eru. Lengd biðlista hverju sinni ræður því hveru ung börn hefja leikskólagöngu í Aðalþingi á haustin.
Undanfarin ár haf yngstu börnin sem innrituð haf verið í Aðalþing verið u.þ.b. tveggja ára.
09.01.2019
Lesa meira
Ný gjaldskrá fyrir leikskóla
Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt breytingar á gjöldum leikskóla frá 1. janúar 2018.
27.12.2018
Lesa meira
JÓLAKRÆSINGARNAR 2018 - KOMNAR Í SÖLU
Jólakræsingararnar okkar og jólarauðkálið verður selt núna fyrir jólin eins og venjulega. Salan fer fram á næstu dögum og vörurnar verða afhentar 20. desember. Söluform er hér og sala hefst í dag.
15.12.2018
Lesa meira
Hættulegt fæðuofnæmi
Núna eru í leikskólanum börn með lífshættuleg fæðuofnæmi. Örlítil snefill af sumum efnum getur vakið ofnæmisviðbrög. Því er áríðandi að hvorki börn, foreldrar eða gestir komi með neitt matarkyns með sér inn í skólann.
17.09.2018
Lesa meira
Eldvarnaskoðun án athugasemda
Eldvarnaskoðun fór fram í Aðalþingi í gær. Okkur hefur borist skýrsla um skoðunina með svohljóðandi yfirlýsingu: Við eldvarnaskoðun þann 12.9.2018 kom í ljós að eldvarnir húsnæðisins eru án athugasemda. Slökkvilið þakkar lofsverða hirðusemi um veigamikla öryggisþætti og hvetur ykkur jafnframt til að halda áfram því sem vel er gert.
13.09.2018
Lesa meira
Opið til klukkan 16:30
Í samræmi við reglur Kópavogsbæjar lýkur daglegri starfsemi Aðalþings klukkan 16:30 frá og með 1. ágúst 2018. Þannig er þetta í flestum leikskólum í Kópavogi.
Til að sem flest ný börn geti hafið skólagöngu sem fyrst núna í haust er nýjum börnum boðin dvalartími til að byrja með, á bilinu frá klukkan 8 til klukkan 16.
Aðlögun tuttugu og tveggja barna hefst þriðjudaginn 14. ágúst. Ekki hefur verið ákveðið hvenær við getum tekið við þeim börnum sem bíða eftir að hefja aðlögun.
12.08.2018
Lesa meira
Sumarfrí 2018, þann sjötta júlí
Föstudaginn sjötta júlí hefst sumarfrí í leikskólanum klukkan 12:30 samkvæmt venju í Kópavogi. Við opnum aftur þriðjudaginn eftir verslunarmannahelgi á sama tíma, klukkan 12:30.
27.06.2018
Lesa meira