Leikskólagjöld
Í samræmi við samþykkt bæjarráðs 6. júlí 2023 tekur gjaldskráin breytingum fjórum sinnum á ári. Breytingar hverju sinni taka mið af þróun á undirliggjandi vísitölum. Gjaldskráin tekur breytingum 1. janúar, 1. apríl, 1. júlí og 1. október.
Leikskólagjöld eru innheimt frá og með þeim degi sem vistun barns hefst, óháð aðlögunartíma. Nánari upplýsingar um innritun og fleira má finna í reglum um innritun leikskóla.
Gjaldskrá tekur gildi 1. janúar 2026

Afsláttur af Leikskólagjöldum:
Tekjutengdir afslættir
Hægt er að sækja um tekjutengdan afslátt á umsóknarvef. Umsókn um afslátt þarf að berast fyrir 20. dag mánaðar til þess að taka gildi frá og með næstu mánaðarmótum á eftir. Afsláttur er ekki veittur afturvirkt. Frekari upplýsingar um tekjutengdan afslátt er að finna í reglum um tekjutengdan afslátt.
Starfmannaafsláttur
Starfsfólk í leikskólum í 75% eða hærra starfshlutfalli á rétt á 40% starfsmannaafslætti.
Systkinaafsláttur
Systkinaafsláttur reiknast ofan á tekjutengdan afslátt þegar við á.
Systkinaafsláttur fer eftir fjölda yngri systkina. Systkinaafsláttur er 50% af dvalargjaldi ef barn á eitt yngra systkini, en 100% af dvalargjaldi ef barn á tvö yngri systkini eða fleiri í leikskóla eða í dvöl hjá dagforeldri. Systkinaafsláttur reiknast af dvalargjaldi eldri systkina. Systkinaafsláttur reiknast ofan á aðra afslætti. Ekki er veittur afsláttur af fæðisgjöldum. Ekki þarf að sækja um systkinaafslátt.
Hægt er að skoða leikskólagjöld útfrá mismunandi fjölda dvalartíma og afsláttum í reiknivél leikskólagjalda. Hægt er að skoða alla reikninga undir Gjöld í þjónustugátt.
Önnur gjöld en fæðisgjöld og dvalargjöld:
Upplýsingatæknigjald
Foreldrar í Leikskólanum Aðalþingi greiða upplýsingatæknigjald mánaðarlega krónur 1.150.- frá og með 1.08.2022.
Gjaldið fjármagnar tæknibúnað fyrir nemendur og stendur undir búnaði til að senda vikulega Helgarpósta til foreldra með myndum úr skólastarfinu.
Ferðakostnaður
Stöku sinnum kanna að falla til lágt gjald vegna aksturskostnaðar í vettvangsferðir.
Heimsóknir
Við getum stundum tekið á móti fólki á morgnana ef það eru fáir saman, fjórir eða færri er ágætis viðmið.
Ef hópar eru fjölmennari getum við boðið upp á kynningu á skólanum síðdegis, eða frá klukkan 16. Það fyrirlag hefur ákveðinn kostnað í för með sér og því þurfum við að innheimta hóflegt gjald fyrir þær. Um það er samið hverju sinni við skólastjóra.
