Fréttir

Science education in early childhood í Aðalþingi

Samkvæmt Aðalnámskrá 2011 á Íslandi er eitt af námssviðum leikskóla sjáfbærni og vísindi. Í þessu myndbandi er lýst mismunandi sjónarhornum á vísindi hjá einum árgangi í leikskólanum Aðalþingi frá upphafi til loka leikskólagöngu.
Lesa meira

Ljósmyndasýning í Smáralind

Í dag klukkan 17 opna elstu börnin í Aðalþingi ljósmyndsýningu í Smáralind. Sýningin er staðsett í öskjunni fyrir framan Debenhams á jarðhæðinni og stendur í viku. Það eru allir velkomnir á opnunina eða á öðrum tíma ef það hentar betur.
Lesa meira

Fækkun skipulagsdaga hafnað í andstöðu við ríflega 99% foreldra

Leikskólanefnd Kópavogs hefur hafnað erindi foreldraráðs, skólastjóra og rekstraraðila leikskólans Aðalþings um að fækka skipulagsdögum og flytja hluta þeirra á dagana milli jóla og nýárs þegar grunnskólar eru líka lokaðir og nýting á leikskólum almennt mjög lítil. Þessi ákvörðun er tekin í andstöðu við vilja ríflega 99% foreldra.
Lesa meira

Beiðni um færri lokanir vegna skipulagsdaga

Það er gaman að segja frá því að fyrir Leikskólanefnd Kópavogs liggur núna beiðni frá Aðalþingi um að fækka skipulagsdögum á næsta skólaári. Leikskólanefnd var sent erindi þann 14. apríl síðastliðinn og verður það væntanlega tekið fyrir öðru sinni á fundi nefndarinnar á morgun.
Lesa meira

Leitin að leikskólakennurum heldur áfram

Leitin að leikskólakennurum heldur áfram
Leikskólakennari eða starfsmaður með aðra frábæra háskólamenntun sem nýtist í starfi, óskast til starfa með okkur í frábærum leikskóla, frá og með haustinu eða fyrr…
Lesa meira

Gleðilegt sumar

Kæru foreldrar og aðrir landsmenn ! Aðalþing óskar ykkur gleðilegs sumars og starfsfólk skólans þakkar fyrir dásamlegt samastarf við börn og fjölskyldur þeirra í vetur.
Lesa meira

Skipulagsdagur föstudaginn þrettánda

Samkvæmt samræmdu skóladagatali í Kópavogi er skipulagsdagur í leik- og grunnskólum föstudaginn 13. mars. Þá er einnig skipulagsdagur í Aðalþingi og leikskólinn því lokaður vegna skipulagsdags í fyrsta skipti í vetur.
Lesa meira

Uppáhaldsáleggið loksins til sölu

Uppáhaldsbrauðáleggið okkar úr eldhúsi Aðalþings verður, í kjölfar fjölda áskorana, loksins aðgengilegt fjölskyldum barnanna í Aðalþingi líka. Við ætlum að setja í sölu til reynslu næsta fimmtudag og föstudag, svokallaðan föstudagspakka sem samanstendur af veglegri öskju af Hummusnum hennar Heiðdísar og aðra eins öskju með EldGOSAsultunni. Einungis 1495 krónur settið. Hægt verður að forpanta hér á netinu eða bara ganga frá kaupunum í skólanum þessa daga meðan birgðir endast.
Lesa meira

Sumarfrí 2015 - 3. júlí til 4. ágúst

Þann Þriðja júlí hefst sumarfrí í leikskólanum klukkan 12:30 samkvæmt venju í Kópavogi. Við opnum aftur þriðjudaginn eftir verslunarmannahelgi á sama tíma, klukkan 12:30.
Lesa meira

Jólakræsingar 2014

Jólakræsingar 2014
Á fyrri árum höfum við boðið jólakræsingar til sölu rétt fyrir jólin. Við höfum notað allan hagnað af sölunni í þróunarstarf í skólanum sent kennara í námsferðir og keypt hina vinsælu iPada fyrir starfið með börnunum. En fyrst og fremst er hér um að ræða tilboð á einstökum afurðum úr frábæru hágæðaeldhúsi Aðalþings. Sælkeramatur fyrir fullorðna og tilvalin viðbót við hátíðarborðið.
Lesa meira

Svæði

Fyrirspurnir

Leikskólinn Aðalþing  |  Aðalþingi 2  |  203 Kópvogur  |  S. 5150930  |  adalthing@adalthing.is Aðalþing á Facebook