Fréttir

Kennarafélagið gerir kjarasamning

Á föstudag gerði Kennarafélagið ehf. sem rekur leikskólann Aðalþing frá næsta hausti kjarasamning við Félag leikskólakennara. Kjarasamningurinn tryggir félagsmönnum FL í Aðalþingi og öðrum þeim skólum sem Kennarafélagið mun hugsanlega reka, sama samning og gerður var við sveitarfélögin. Kennarafélagið ehf. er rekstrarfélag í eigu starfsmanna við Aðalþing, sem flestir eru félagar í Kennarasambandinu og félaginu er því umhugað um að tryggja kennurum bestu mögulegu starfskjör.
Lesa meira

Kennarafélagið semur um rekstur Aðalþings

Fyrir skömmu skrifuðu Anna Birna Snæbjörnsdóttir fræðslustjóri og Hörður Svavarsson leikskólastjóri undir samning um rekstur leikskólans Aðalþings milli Kópavogsbæjar og Kennarafélagsins ehf.
Lesa meira

Eiturefnalaus leikskóli - ný yfirlýsing

Á skipulagsdegi, þann 16. mars, samþykktu starfsmenn nýja stefnuyfirlýsingu fyrir þróunarverkefnið Eiturefnalaus leikskóli. Aðalþing gerist eiturefnalaus leikskóli af því lítil börn eru sérlega viðkvæm fyrir skaðlegum efnum vegna þess að heili og ónæmiskerfi...
Lesa meira

Aðalþing hlýtur Orðsporið - fyrir framsækið skólastarf og metnað í starfsþróun og umbótastarfi. Einnig fyrir að ráðast í fjölda þróunarverkefna og viðhafa lýðræðislega starfshættir í öllu starfi...

Í dag 6. febrúar er dagur leikskólans. Leikskólar alls staðar á landinu hafa haldið upp á daginn í um 15 ár. Undanfarin 10 ár hefur viðurkenningin Orðsporið verið veitt þeim sem skarað hafa fram úr með einhverjum hætti í leikskólamálum. Að Orðsporinu standa Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla, mennta- og menningarmálaráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóli.
Lesa meira

Viðtal við Guðrúnu Öldu

Í fylgiblaði Fréttablaðsins í dag er viðtal við Dr. Guðrúnu Öldu Harðardóttur, fyrsta skólastjórann í Aðalþingi, sem hefur rekið leikskólann með Sigurði Þór Salvarssyni undir merkjum Sigöldu ehf. í þrettán ár. Leikskólinn Aðalþing hlaut Íslensku menntaverðlaunin 2021. Þar er rekið framsækið skólastarf þar sem frumkvöðlaandi ríkir.
Lesa meira

Aðalþing hlýtur Íslensku Menntaverðlaunin 2021 fyrir framúrskarandi skólastarf og lýðræðislega starfshætti

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, tilkynnti í dag að Leikskólinn Aðalþing hafi hlotið Íslensku menntaverðlaunin 2021 en skólinn var tilnefndur fyrir framsækið, skapandi skólastarf og lýðræðislega starfshætti. Guðni afhenti skólanum verðlaunagrip og viðurkenningarskjöld við þetta tækifæri.
Lesa meira

Eiturefnalaus leikskóli

Frá árinu 2015 hefur leikskólinn Aðalþing unnið að þróunarverkefninu Eiturefnalaus leikskóli. Efnainnihald aðfanga og námsgagna hefur verið skimað og námsgögn sem ekki standast kröfur okkar hafa verið fjarlægð. Nú erum við komin á þann stað að við teljum tímabært að fá Svansvottun á eldhúsið okkar. Ekkert skólaeldhús á Íslandi hefur fengið slíka vottun.
Lesa meira

Leikskólinn Aðalþing er tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna 2021

Í dag var tilkynnt að Leikskólinn Aðalþing er tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna 2021 fyrir framsækið, skapandi skólastarf og lýðræðislega starfshætti. Forseti Íslands stofnaði til Íslensku menntaverðlaunana en þau eru samstarfsverkefni fjölmargra aðila. Fjölmenn akdemía tekur við innsendum tilnefningum og valdi úr þrjá skóla sem njóta formlegrar tilnefningar. Okkur er því mikill heiður að þessari tilnefningu.
Lesa meira

Stefna Aðalþings um mál og læsi

Fyrir ári gáfum við út Stefnu leikskólans Aðalþings um mál og læsi. Stefna um málþroska, lestur og lesskilning barna í Aðalþingi byggir á hugmyndafræði skólans, aðalnámskrá leikskóla og tekur mið af Stefnu Kópavogsbæjar um mál og lestur (2016). Börnin í Aðalþingi hafa árum saman náð góðri eða meðalgóðri færini í skimunarprófinu Hljóm, svo okkur fannst ástæða til að taka saman í skjal stefnu okkar um mál og læsi.
Lesa meira

Kerfisbundið innra mat

Í Aðalþing höfum við sett saman verkfæri kennara fyrir sameiginlega og samfellda ígrundun á leikskólastarfinu, sem myndar grundvöll skipulagningar skólastarfsins. Við köllum það Kerfisbundið innra mat.
Lesa meira

Svæði

Fyrirspurnir

Leikskólinn Aðalþing  |  Aðalþingi 2  |  203 Kópvogur  |  S. 5150930  |  adalthing@adalthing.is Aðalþing á Facebook