Kerfisbundið innra mat

Í Aðalþingi höfum við sett saman verkfæri kennara fyrir sameiginlega og samfellda ígrundun á leikskólastarfinu, sem myndar grundvöll skipulagningar skólastarfsins. Við köllum það Kerfisbundið innra mat.

Aðalþing starfar í anda Malaguzzi, í þannig skólastarfi er talið mikilvægt að sá fullorðni sýni barni einlægni og auðmýkt, slík viðurkenning á auðmýkt kallar á að forðast notkun á fyrirframgefnum stöðlum sem eru skilgreindir og aðgreindir frá þörfun barnsins. (Hoyuelos, 2013).

Í skólastarfinu er gengið út frá því að börn læri í samstarfi við önnur börn, fullorðna og umhverfi. Börn séu virk í að skapa eigin þekkingu og menningu. Til að afla gagna um og varpa ljósi á hvernig börnin læra með öðrum – námsferill þeirra og fullorðinna, eru reglulega gerðar uppeldisfræðilegarskráningar. (Skólanámskrá Aðalþings).

Eitt megin markmið í Aðalþingi er að sérhvert barn fái þá bestu umönnun og kennslu sem völ er á, þetta markmið er skráð í skólanámskrá skólans og foreldrar eru upplýstir um það í inntökubréfi barns.

Vitað er að börn eru stöðugt upptekin af að rannsaka þá veröld sem þau eru hluti af. Hlutverk kennara í Aðalþingi er að vera samrannsakendur barnanna - vera forvitnir en varast að yfirtaka í starf barnanna. (Skólanámskrá Aðalþings).

Hér er tengill á kynningu um Kerfisbundið innra mat í Aðalþingi.


Svæði

Fyrirspurnir

Leikskólinn Aðalþing  |  Aðalþingi 2  |  203 Kópvogur  |  S. 5150930  |  adalthing@adalthing.is Aðalþing á Facebook