Doktor Guðrún

Guðrún Alda Harðardóttir, pedagogista við leikskólann Aðalþing, varði í gær doktorsritgerð sína í menntavísindum við Kennaradeild, Menntavísindasviði Háskóla Íslands:
„Námstækifæri barna í leikskóla. Tækifæri leikskólabarna til þátttöku og áhrifa á leikskólanám sitt“

Guðrún er sjötti leikskólakennarinn sem verður doktor á Íslandi og sá eini þeirra sem starfar við leikskóla. Starfsfólk í Aðalþingi er bæði stolt og glatt. Við óskum Guðrúnu og skólanum til hamingju með nafnbótina.


Svæði

Fyrirspurnir

Leikskólinn Aðalþing  |  Aðalþingi 2  |  203 Kópvogur  |  S. 5150930  |  adalthing@adalthing.is Aðalþing á Facebook