Flýtilyklar
Fréttir
Nýtt skólaár
Nýtt skólaár hófst formlega í dag samkvæmt skipulagi sem hefð er fyrir í Kópavogi. Af því tilefni gleður okkur að tilkynna að skóladagatal Aðalþings liggur liggur nú fyrir á vef skólans. Það gleður okkur jafnframt að kynna, að í samræmi við nær einróma niðurstöðu úr foreldrakönnun lokar leikskólinn ekki vegna skipulagsdaga á þessari önn, en þremur skipulagsdögum er þess í stað raðað niður á tímabil við áramótin þegar grunnskólar eru einnig lokaðir. Þetta fyrirkomulag var einnig viðhaft á seinasta skólaári eftir að kosið var um formið meðal foreldra.
01.09.2013
Lesa meira
Umsókn um leikskóladvöl
Þessa dagana berast okkur fjölmargar fyrirspurnir um leikskólapláss í Aðalþingi, en vegna sumarleyfa hefur okkur ekki tekist að svara þeim öllum. Það er því rétt að taka eftirfarnadi fram:
30.06.2013
Lesa meira
Viðbótarkennsla 2012 - 2014
Viðbótarkennsluteymi Aðalþings hefur tekið saman skýrslu um starfsemi sína fyrir Skólaskrifstofu Kópavogs. Í skýrslunni kemur meðal annar fram að það voru 27 börn með viðbótarkennslu í Aðalþingi þetta skólaár.
15.06.2013
Lesa meira