Skóli eftir páska og sóttkví

Ekki stendur annað til en Aðalþing verði opið eftir páska fyrir þau börn sem ekki eru í sóttkví. Vísa ég þar til fyrri pósta um hvaða daga börnin geta komið. Ef kemur til frekari takmarkana á skólastarfi vegna sóttkvía eða smita verða að sjálfsögðu sendar skýrar tilkynningar um það.

Rétt er að benda á að stundum er það svo að þegar ung börn fara í sóttkví þarf allt heimilið að fara í sóttkví sbr:
Ef börnin hafa ekki þroska eða getu til að virða þær ráðstafanir sem eru forsenda þess að hluti heimilisfólks geti verið í sóttkví þar sem aðrir búa sem ekki eru í sóttkví, þarf allt heimilið að fara í sóttkví eða þeir sem ekki eru í sóttkví að fara annað um leið og sóttkví kemur til.“

Hér er linkur á upplýsingar frá Landlækni um ofangreint:
https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item39957/B%C3%B6rn%20%C3%AD%20s%C3%B3ttkv%C3%AD.pdf

Við minnum svo á upplýsingasíðuna covid.is og Heilsuveru.


Svæði

Fyrirspurnir

Leikskólinn Aðalþing  |  Aðalþingi 2  |  203 Kópvogur  |  S. 5150930  |  adalthing@adalthing.is Aðalþing á Facebook