Hljóð- og málvitund 5 ára barna í Aðalþingi vel yfir viðmiði

Í nýrri stefnu Kópavogs um mál og lestur í leik- og grunnskólum er stefnt að því að við lok skólaársins 2020 hafi 90%, fimm ára barna öðlast meðal- eða góða færni samkvæmt skimunarprófinu Hljóm-2.

Í nóvember 2016 var skimunarprófið Hljóm-2 lagt fyrir öll 5 ára börn í Aðalþingi,  niðurstöður sýna að 94% barnanna hafi öðlast meðal- eða góða færni samkvæmt prófinu.

Eitt af leiðarstefjum leikskólans Aðalþings er að hvetja og hjálpa barninu að finna hvað vekur áhuga hjá því, hvað því finnst skemmtilegt. Aðalþing byggir á skapandi skólastarfi þar sem námsumhverfi leikskólans tekur mið af því að börnin séu virk og læri í gegnum leikinn í víxlverkan umhverfis og sjálfs. (Skólanámskrá Aðalþings 2016-2017). Læsi er  einn af grunnþáttum menntunar samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla (2011), í Aðalþingi er fundinn snertiflötur á leik, læsi og máli (e. play-literacy nexus) og þannig unnið með læsi samkvæmt hugmyndum Roskos og Christie (2011). 

Hljóm-2 er greiningartæki, aldursbundin skimun sem er lögð fyrir til að meta hljóðkerfis- og málmeðvitund barna í elsta árgangi leikskólans í því skyni að greina þau börn sem eru í áhættu fyrir síðari lestrarerfiðleika. Slök hljóðkerfis- og málvitund er talin aðalorsök lestrarvanda hjá 88% barna.


Svæði

Fyrirspurnir

Leikskólinn Aðalþing  |  Aðalþingi 2  |  203 Kópvogur  |  S. 5150930  |  adalthing@adalthing.is Aðalþing á Facebook