Ný gjaldskrá fyrir leikskóla

Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt breytingar á gjöldum leikskóla frá 1. janúar 2018. Gjaldskránna má finna hér. 

Grunngjald v/ 8 stunda dvalar eða minna verður kr. 2.866,- fyrir hverja klukkustund á mánuði og lægra gjald kr. 2.006,-. Gjald fyrir hádegisverð verður kr. 6.317,- á mánuði og gjald fyrir síðdegishressingu kr. 2.179,-. Gjald fyrir fyrstu hálfu stund umfram 8, verður kr. 4.688,- á mánuði, lægra gjald kr. 3.280,-. Fyrir næstu hálfu stund kr. 9.378,- og lægra gjald kr. 6.563 og fyrir þar næstu, kr. 9.378,- og lægra gjald kr. 6.563,-.

Lægra gjald

Þeir sem greiða lægra gjald, eru einstæðir foreldrar, námsmenn þar sem báðir foreldrar eru í fullu námi og öryrkjar með metna örorku 75% eða meira. Námsmenn þurfa að framvísa vottorði til staðfestingar um námsárangur eftir hverja önn og kemur þá afsláttur til framkvæmda næsta mánuð/mánuði. Afsláttur til námsmanna gildir ekki 1. júní til 31. ágúst, nema foreldrar séu í fullu sumarnámi.

Systkinaafsláttur er 30% af dvalargjaldi fyrir annað barn, en 75% af dvalargjaldi fyrir þriðja barn og 100% fyrir fjórða barn eða fleiri. Systkinaafsláttur gildir einnig ef yngra systkini (6 mánaða og eldra) er hjá dagforeldri, gegn framvísun staðfestingar. Systkinaafsláttur gildir einnig í dægradvöl grunnskóla. Systkinaafsláttur reiknast af dvalargjaldi eldri systkina. Systkinaafsláttur reiknast einnig af lægra gjaldi.


Svæði

Fyrirspurnir

Leikskólinn Aðalþing  |  Aðalþingi 2  |  203 Kópvogur  |  S. 5150930  |  adalthing@adalthing.is Aðalþing á Facebook