HLJÓÐ- OG MÁLVITUND 5 ÁRA BARNA Í AÐALÞINGI NÆR MARKMIÐUM KÓPAVOGS Í ANNAÐ SINN

Í stefnu Kópavogs um mál og lestur í leik- og grunnskólum, frá árinu 2016, er stefnt að því að við lok skólaársins 2020 hafi 90%, fimm ára barna öðlast meðal- eða góða færni samkvæmt skimunarprófinu Hljóm-2.

Í nóvember 2017 var skimunarprófið Hljóm-2 lagt fyrir 5 ára börn í Aðalþingi,  niðurstöður sýna að 90% barnanna hafi öðlast meðal- eða góða færni samkvæmt prófinu og hefur markmið stefnunar því verið náð bæði árin síðan að stefnan var sett.

Eitt af leiðarstefjum leikskólans Aðalþings er að hvetja og hjálpa barninu að finna hvað vekur áhuga hjá því, hvað því finnst skemmtilegt. Aðalþing byggir á skapandi skólastarfi þar sem námsumhverfi leikskólans tekur mið af því að börnin séu virk og læri í gegnum leikinn í víxlverkan umhverfis og sjálfs. (Skólanámskrá Aðalþings 2016-2017). Læsi er  einn af grunnþáttum menntunar samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla (2011), í Aðalþingi er fundinn snertiflötur á leik, læsi og máli (e. play-literacy nexus) og þannig unnið með læsi samkvæmt hugmyndum Roskos og Christie (2011).

Hljóm-2 er greiningartæki, aldursbundin skimun sem er lögð fyrir til að meta hljóðkerfis- og málmeðvitund barna í elsta árgangi leikskólans í því skyni að greina þau börn sem eru í áhættu fyrir síðari lestrarerfiðleika. Slök hljóðkerfis- og málvitund er talin aðalorsök lestrarvanda hjá 88% barna. Í leikskólanum er sérstaklega unnið með þeim börnum sem mælast með slaka eða mjög slaka færni.


Svæði

Fyrirspurnir

Leikskólinn Aðalþing  |  Aðalþingi 2  |  203 Kópvogur  |  S. 5150930  |  adalthing@adalthing.is Aðalþing á Facebook