Kennarafélagið semur um rekstur Aðalþings

Fyrir skömmu skrifuðu Anna Birna Snæbjörnsdóttir fræðslustjóri og Hörður Svavarsson leikskólastjóri undir samning um rekstur leikskólans Aðalþings milli Kópavogsbæjar og Kennarafélagsins ehf.

Sigalda ehf. sem rekið hefur leikskólann frá upphafi árið 2009 lætur nú af rekstrinum en Kennarafélagið, sem eins og nafnið bendir til er félag starfsmanna við skólann, tekur upp þráðinn. Samningurinn hefur farið sína leið um stjórnkerfi bæjarins, nefndir, ráð og bæjarstjórn og telst nú fullgildur.

Skólastarf í Aðalþingi hefur verið afar farsælt með núverandi starfsliði og er skemmst að minnast Orðsporsins og Íslensku menntaverðlaunanna sem Aðalþing vann til og er eini leikskólinn á Íslandi sem hefur öðlast þessar viðurkenningar. Það var því til mikils að vinna fyrir sveitarfélagið að ná samningum við sama starfsmannahóp, til að tryggja áfram framúrskarandi skólastarf í Aðalþingi.

Sindri Sveinsson rekstrarstjór Menntasviðs, Sigurlaug Bjarnadóttir deildarstjóri leikskóladeildar, Agnes Gústafsdóttir aðstoðarskólastjóri, Herdís Ágústa Matthíasdóttir sérkennslustjóri og stjórnarformaður Kennarafélagsins, Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri og Hörður Svavarsson skólastjóri

Við bindum miklar vonir við þennan samning, sagði Hörður skólastjóri við undirritunina, hann byggir á trausti og miklum vilja milli aðila til að eiga gott samstarf.


Svæði

Fyrirspurnir

Leikskólinn Aðalþing  |  Aðalþingi 2  |  203 Kópvogur  |  S. 5150930  |  adalthing@adalthing.is Aðalþing á Facebook