Kennarafélagið gerir kjarasamning

Á föstudag gerði Kennarafélagið ehf. sem rekur leikskólann Aðalþing frá næsta hausti kjarasamning við Félag leikskólakennara. Kjarasamningurinn tryggir félagsmönnum FL í Aðalþingi og öðrum þeim skólum sem Kennarafélagið mun hugsanlega reka, sama samning og gerður var við sveitarfélögin. Það á við um allar launahækkanir, fylgiskjöl og samtarfsnefndarbókanir. Bæði þær bókanir sem búið er að afgreiða sem og þær samtarfsnefndarbókanir sem mögulega verða gerðar á samningstímanum.

Viðræðurnar gengu vel og báðir aðilar voru sammála því markmiði að tryggja í hvívetna með skýrum samningi að félagsmenn FL hjá Kennarafélaginu fengju a.m.k. ekki lakari kjör en FL samdi um  við sveitarfélögin.

Í frétt frá Félagi Leikskólakennara segir að það sama verði hins vegar ekki sagt um aðra sjálfstætt starfandi skóla sem flestir bindast samtökum er nefnast Samtök sjálfstæðra skóla. Kennarafélagið ehf. er rekstrarfélag í eigu starfsmanna við Aðalþing, sem flestir eru félagar í Kennarasambandinu og félaginu er því umhugað um að tryggja kennurum bestu mögulegu starfskjör.

Um þessar mundir er tekið við umsóknum um störf frá kennurum og öðru háskólamenntuðu fólki á þessari vefslóð.

 


Svæði

Fyrirspurnir

Leikskólinn Aðalþing  |  Aðalþingi 2  |  203 Kópvogur  |  S. 5150930  |  adalthing@adalthing.is Aðalþing á Facebook