Ljósmyndasýning í Smáralind

Í dag klukkan 17 opna elstu börnin í Aðalþingi ljósmyndsýningu í Smáralind.

Sýningin er staðsett í öskjunni fyrir framan Debenhams á jarðhæðinni og stendur í viku.

Það eru allir velkomnir á opnunina eða á öðrum tíma ef það hentar betur.

Sýningin er liður í ljósmyndaverkefni sem börnin á Hrafnaþingi unnu í vetur og heitir Mynd af mynd. 

Í Aðalþingi eru teknar margar ljósmyndir í daglegu starfi og myndirnar meðal annars notaðar til uppeldisfræðilegra skráninga og í vikulegum tölvupóstum til foreldra.

Kennarar veittu því athygli að börnin sýndu ljósmyndun mikinn áhuga og eftir fund með börnunum var ákveðið að vinna saman að ljósmyndaverkefni. Hópurinn ákvað að búa til myndavélatöskur sem börnin fóru með heim, tvö og tvö í senn. Þau völdu sér myndefni, tóku myndir og síðan skoðaði allur barnahópurinn myndirnar saman á stórum skjá. Þar kynnti hver og einn sína mynd og sagði frá myndefninu. Einnig kusu nokkur börn að taka myndir í leikskólanum.

Börnin ákváðu að ljúka verkefninu með sýningu.

Við vonumst til að sem flestir hafi tækifæri til að kíkja í Smáralind og staldra við til að njóta sýningarinnar.


Svæði

Fyrirspurnir

Leikskólinn Aðalþing  |  Aðalþingi 2  |  203 Kópvogur  |  S. 5150930  |  adalthing@adalthing.is Aðalþing á Facebook