Örféttir frá Aðalþingi: Sumarhátíð, hliðið og foreldrakönnun

Í gær fór fyrsti pósturinn frá okkur undir nafninu Örfréttir frá Aðalþingi. Tilgangur póstins er að auka beina upplýsingamiðlun til foreldra er varðar skipulag skólastarfsins og umhverfi. Áfram verða sendir póstar til foreldra um börnin frá hverri deild undir nafninu Helgarpósturinn og Facebooksíða Aðalþings og heimasíða verða áfram virkar. 

Sumarhátíð

Eins og venjulega stefnum við að því að koma saman eitthvert síðdegi (kl: 15) í júní, í garðinum okkar, borða pylsur í boði hússins og eiga notalega stund saman í góðu veðri. Veðrið er skilyrði fyrir samkomunni og því verður hún boðuð með fárra daga fyrirvara þegar veðurspá er góð, en getur fallið niður eins og gerst hefur á fyrri árum ef veður skapar ákveðinn ómöguleika (eins og maðurinn sagði).

Hliðið er best lokað
Allir foreldrar sem komu með börn í leikskólann í morgun lokuðu hliðinu á eftir sér. Það er frábært því börnin geta hlaupið út á eftir pabba eða mömmu og þá er beinlínis hættulegt að þau komist óhindrað út á bílastæðið. Við höfum stundum haft áhyggjur af þessu.

Frábærar niðurstöður í foreldrakönnu
Við höfum fengið fyrstu niðurstöður frá Skólapúlsinum. Þær eru algjörlega frábærar. Mjög mikil þátttaka var í könnuninni sem eitt og sér er jákvætt. Hlutfall feðra sem svöruðu er líka langt umfram landsmeðaltal sem er ánægjulegt fyrir fólkið með kynjagleraugun. Niðurstöður eru mjög jákvæðar og sumar vel marktækt yfir landsmeðaltali. T.d. mælist ánægja með leikskólann mjög há og er 10,3% yfir landsmeðaltali. Á næstunni gerum við grein fyrir öðrum niðurstöðum og reynum að átta okkur á hvernig við getum notað þessi gögn til að bæta skólastarfið. Takk fyrir þátttökuna kæru foreldrar.


Svæði

Fyrirspurnir

Leikskólinn Aðalþing  |  Aðalþingi 2  |  203 Kópvogur  |  S. 5150930  |  adalthing@adalthing.is Aðalþing á Facebook