Störf í boði

Ósk um starfsviðtal

Kennari í Leikskólann Aðalþing

Núna er rétti tíminn til að hugsa sér til hreyfings og taka ákvörðun um að njóta þess að vinna með mörgum öðrum kennurum.

Leikskólinn Aðalþing starfar í Anda Reggio Emilia. Hátt hlutfall starfsmanna eru kennaramenntaðir og skólinn hefur hlotið margvíslega viðurkenningu fyrir nýbreytni og lýðræðislegar starfsaðferðir.

Viðvera á deild í 100% starfi er sex tímar á dag ef þú ert með kennsluréttindi. Allir kennarar við skólann hafa tvo undirbúningstíma daglega.

Vinnutímastytting er að hluta til tekin milli jóla og nýárs, í dymbilviku og tveimur vetrarfríum þegar leikskólinn er lokaður. Rest af vinnutímastyttingu er safnað upp og tekin út í fríum eins og best hentar hverjum og einum starfsmanni.

Tilgangur árlegra námsferða erlendis er að afla nýrrar þekkingar og kynnast skólastarfi og námsumhverfi á öðrum vettvangi. Einnig að styrkja liðsheildina og starfsfólkið sem hóp. Okkur finnst mikilvægt að starfið í skólanum okkar beri þess merki að námsferðir séu gagnlegar. Það er líka skemmtilegra þannig...

Við erum nú í samstarfi við Reggio Emilia um að þróa sameiginlega námskrá fyrir Börn, náttúru og mat undir vinnuheitinu "Child is nature"
Aðalþing tekur líka þátt í þriggja ára þróunarverkefni um Hæglátt skólastarf sem hlotið hefur nafnið Stilla, í samstarfi við þrjá aðra leikskóla og fjóra háskóla. 

Skólinn er rekinn af stórum hópi kennara við skólann og við höfum mikinn áhuga á að stækka kennarahópinn. Árlegar námsferðir hafa skilað frjóu og framúrskarandi skólastarfi, samstöðu og góðum starfsanda.

Allur matur er unninn frá grunni og Aðalþing var fyrsta skólaeldhúsið á Íslandi til að fá Svansvottun á matinn.

Árið 2022 varð Aðalþing fyrsti leikskólinn til að hljóta Íslensku menntaverðlaunin, fyrir framúrskarandi skólastarf og lýðræðislega starfshætti. Árið 2023 varð Aðalþing fyrsti leikskólinn til að hljóta Orðsporið, fyrir framsækið skólastarf og metnað í starfsþróun og umbótastarfi. Einnig fyrir að ráðast i fjölda þróunarverkefna og viðhafa lýðræðislega starfshætti i öllu starfi leikskólans.

Er ekki rétt að að hugsa sér til hreyfings og taka ákvörðun um að njóta þess að vinna með mörgum öðrum kennurum?

 

Ósk um starfsviðtal 

Svæði

Fyrirspurnir

Leikskólinn Aðalþing  |  Aðalþingi 2  |  203 Kópvogur  |  S. 5150930  |  adalthing@adalthing.is Aðalþing á Facebook