Aðalþing hlýtur Orðsporið - fyrir framsækið skólastarf og metnað í starfsþróun og umbótastarfi. Einnig fyrir að ráðast í fjölda þróunarverkefna og viðhafa lýðræðislega starfshættir í öllu starfi...

Í dag 6. febrúar er dagur leikskólans. Leikskólar alls staðar á landinu hafa haldið upp á daginn í um 15 ár. Undanfarin 10 ár hefur viðurkenningin Orðsporið verið veitt þeim sem skarað hafa fram úr með einhverjum hætti í leikskólamálum. Að Orðsporinu standa Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla, mennta- og menningarmálaráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóli.

Orðsporið hefur verið veitt einstaklingum sem hafa beitt sér í leikskólamálum í áratugi, viðamikil þróunarverkefni í samstarfi margra aðila hafa fengið viðurkenninguna en oftast hafa sveitarfélög fengið orðsporið vegna einhvers sérstaks frumkvæðis. Aldrei hefur neinn einn leikskóli fengið Orðsporið.

Það gleðilegt að tilkynna að Orðsporið 2022 fær Leikskólinn Aðalþing - Fyrir framsækið skólastarf og metnað í starfsþróun og umbótastarfi. Einnig fyrir að ráðast í fjölda þróunarverkefna og viðhafa lýðræðislega starfshættir í öllu starfi leikskólans.

Sem kunnugt er hlaut Aðalþing Íslensku menntaverðlaunin í haust. Önnur verðlaun eru ekki veitt á landsvísu í þessum geira samfélagsins. Í stuttu ávarpi þegar viðurkenninginn var afhent sagði formaður Félags leikskólakennara meðal annars. "Stundum er það þannig að þeir sem fá Óskarinn fá Grammy verðlaunin líka. En það fær enginn Grammy af því hann fékk Óskarinn, heldur eru þau veitt vegna þess að viðkomandi hefur gert svo góða og merkilega hluti að það er ekki hægt að líta fram hjá þeim"

Í frétt Kennarasambandsins um Orðsporið segir m.a. "Aðalþing státar einnig af háu hlutfalli réttindakennara í starfsmannahópnum en réttindakennarar hafa undanfarin misseri verið á bilinu 50 til 60 prósent starfsmanna sem sinna uppeldi og menntun í leikskólanum. Meðalfjöldi réttindakennara við uppeldi og menntun í leikskólum landsins var 28 prósent árið 2020."

Orðsporið hefur áður verið veitt 2013 Súðavíkurhreppur / Kristín Dýrfjörð og Margrét P. Ólafsdóttir, 2014 Okkar mál – þróunarverkefni, 2015 Kópavogsbær og sveitarfélagið Ölfus, 2016 Ásmundur Örnólfsson aðstoðarleikskólastjóri, 2017 Framtíðarstarfið - þróunarverkefni, 2018 Hörgársveit, 2019 Seltjarnarnesbær og 2021 Seltjarnarnesbær.

Orðsporið var afhent í leikskólanum Aðalþingi á föstudag. Á myndinni eru Sigurður Sigurjónsson, formaður FSL, Haraldur Freyr Gíslason, formaður FL, Hörður Svavarsson leikskólastjóri, dr. Guðrún Alda Harðardóttir, Sigríður Einarsdóttir, Herdís Ágústa Matthíasdóttir og Agnes Gústafsdóttir. Orðsporið var afhent í leikskólanum Aðalþingi á föstudag.
Á myndinni eru Sigurður Sigurjónsson, formaður FSL,
Haraldur Freyr Gíslason, formaður FL,
Hörður Svavarsson leikskólastjóri, dr. Guðrún Alda Harðardóttir, 
Sigríður Einarsdóttir, Herdís Ágústa Matthíasdóttir og Agnes Gústafsdóttir.
 


Svæði

Fyrirspurnir

Leikskólinn Aðalþing  |  Aðalþingi 2  |  203 Kópvogur  |  S. 5150930  |  adalthing@adalthing.is Aðalþing á Facebook