Fréttir

Örféttir frá Aðalþingi: Sumarhátíð, hliðið og foreldrakönnun

Í gær fór fyrsti pósturinn frá okkur undir nafninu Örfréttir frá Aðalþingi. Tilgangur póstins er að auka beina upplýsingamiðlun til foreldra er varðar skipulag skólastarfsins og umhverfi. Áfram verða sendir póstar til foreldra um börnin frá hverri deild undir nafninu Helgarpósturinn og Facebooksíða Aðalþings og heimasíða verða áfram virkar. Sumarhátíð: Eins og venjulega stefnum við að því að koma...
Lesa meira

Staða deildarstjóra og leikskólakennara

Í Fréttablaðinu í dag auglýisir Aðalþing lausar stöður deildarstjóra, leikskólakennara og starfsfólks við sérkennslu
Lesa meira

Hoppípollapönk

Tónlistarmyndband Aðalþings sem sett var saman í tilefni af tónlistarmyndbandakeppni Félags leikskólakennara á degi leikskólans 2016. Úrslit voru kunngerð í dag og okkur því heimilt að birta heiminum þetta stórkostlega video sem er samið við lag Sigurrósar Hoppípolla, með góðfúslegu leyfi hljómsveitarinnar að sjálfsögðu....
Lesa meira

Nýtt á námskrárvefnum

Upplýsingar um námskrá/starfsáætlun Aðalþings eru nú aðgengilegri.
Lesa meira

Skipulagsdagur mánudaginn 4. janúar

Samkvæmt ákvörðun Leikskólanefndar og Bæjarráðs Kópavogs er skipulagsdagur í leikskólanum næsta mánudag, 4. janúar og þá er skólinn lokaður.
Lesa meira

Jólakræsingarnar 2015 - jólagjöf ársins, komnar í sölu

Jólakræsingarnar verða þannig að þessi sinni, að falleg gjafaaskja eins og var um fjarkann fyrir skömmu, verður afhent í fallegum gjafapoka sem einnig inniheldur jólahvítlauksbrauðið okkar. Reynslan segir okkur að þetta er tilvalin gjöf til fjölmargra og því miður höfum við ekki annað eftirspurn seinustu árin. Við hefjum sölu á netinu klukkan 10 á morgun og við sendum þér slóð á pöntunarformið í pósti. Slóðin verður einnig aðgengileg á heimasíðunni okkar og á Facebook. Hér fyrir neðan er slóð á pöntunareyðublaðið !
Lesa meira

Starfsmaður með háskólapróf
óskast óskast til skapandi og skemmtilegra starfa

Það er okkur mikilvægt að bjóða börnum bestu mögulegu aðstæður sem völ er á og því skiptir máli að mikil breidd sé í starfsmannahópnum og bakgrunnur starfsmanna sé margskonar. Við gætum vel hugsað okkur að fá til liðs í þetta mikilvæga verkefni, starfsmann með háskólamenntun, t.d. á sviði félags- eða heilbrigðisvísinda. Fólk með menntun í listum eða öðrum skapandi greinum kemur að sjálfsögðu líka til greina.
Lesa meira

Science education in early childhood í Aðalþingi

Samkvæmt Aðalnámskrá 2011 á Íslandi er eitt af námssviðum leikskóla sjáfbærni og vísindi. Í þessu myndbandi er lýst mismunandi sjónarhornum á vísindi hjá einum árgangi í leikskólanum Aðalþingi frá upphafi til loka leikskólagöngu.
Lesa meira

Ljósmyndasýning í Smáralind

Í dag klukkan 17 opna elstu börnin í Aðalþingi ljósmyndsýningu í Smáralind. Sýningin er staðsett í öskjunni fyrir framan Debenhams á jarðhæðinni og stendur í viku. Það eru allir velkomnir á opnunina eða á öðrum tíma ef það hentar betur.
Lesa meira

Fækkun skipulagsdaga hafnað í andstöðu við ríflega 99% foreldra

Leikskólanefnd Kópavogs hefur hafnað erindi foreldraráðs, skólastjóra og rekstraraðila leikskólans Aðalþings um að fækka skipulagsdögum og flytja hluta þeirra á dagana milli jóla og nýárs þegar grunnskólar eru líka lokaðir og nýting á leikskólum almennt mjög lítil. Þessi ákvörðun er tekin í andstöðu við vilja ríflega 99% foreldra.
Lesa meira

Svæði

Fyrirspurnir

Leikskólinn Aðalþing  |  Aðalþingi 2  |  203 Kópvogur  |  S. 5150930  |  adalthing@adalthing.is Aðalþing á Facebook