Örfréttir: Flutningur milli deilda, sumarlokun og rannsóknarstyrkur

Flutningur milli deilda
Innritun barna í leikskólann stendur enn yfir. Skólaskrifstofan stýrir því verki og væntanlegur barnahópur tekur breytingum frá degi til dags. Ljóst er að vegna þess hvernig biðlistinn er samsettur að mörg eldri börn hefja skólagöngu í Aðalþingi í haust en of snemmt er að segja til um hvaða áhrif það hefur á flutning barna milli deilda. Það er þó ljóst að verulegur hluti barnanna verður áfram á þeirri deild sem hann hefur verið á undanfarið skólaár þó einhverjar breytingar verði á barnahópnum.

Sumarlokun
Kópavogsbær hefur ákveðið að leikskólar loki í fjórar vikur í sumar. Eins og venjulega er Aðalþing lokað fjórar vikur á undan verslunarmannahelginni. Samkvæmt reglum í Kópavogi er lokað á hádegi föstudagsins 1. júlí og opnað aftur á hádegi þriðjudaginn eftir verslunarmannahelgi, 2. ágúst.

Styrkur frá Jafnréttissjóði
Hlutfall karlmanna í starfsmannahópnum í Aðalþingi er mun hærra en gengur og gerist, eða að jafnaðu um þriðjungur. Það er ánægjulegt að eftir þessu sé tekið og í gær fengum við dulítinn styrk úr Jafnréttissjóði til að skoða hvaða áhrifa megi gæta í leikskólastarfi þar sem hlutfall karlmanna er hátt.




Svæði

Fyrirspurnir

Leikskólinn Aðalþing  |  Aðalþingi 2  |  203 Kópvogur  |  S. 5150930  |  adalthing@adalthing.is Aðalþing á Facebook