Staða deildarstjóra og leikskólakennara

Við óskar eftir að ráða
Deildarstjóra
í haust eða fyrr.
Staðan er á annarri af yngri deildum skólans og er unnin í nánu samstarfi við deildarstjóra á hinni deildinni, en deildirnar skipta með sér sumum rýmum.

Að sjálfsögðu er unnið í anda Reggio Emilia eins og skólinn er þekktur fyrir,

Gerð er krafa um starfsréttindi leikskólakennara, framhaldsmenntun,
góða samkiptahæfni og brennandi áhuga.

Umsóknarfrestur er til 19.maí.

 

Eins og alltaf viljum jafnframt ráða fleiri
leikskólakennara
En við skólann starfar hátt hlutfall leikskólakennara
og það er grundvöllur að góðu, faglegu og frjóu starfi.

Við viljum líka ráða
starfsmenn
til að sinna sérkennsluverkefnum
t.d. leikskólakennara, leikskólasérkennara, þroskaþjálfa
eða fólk með aðra góða menntun.
Við skólann starfar öflugt sérkennsluteymi og komið hefur fram í þjónustukönnunum
að þessi þáttur starfsins í Aðalþingi er til fyrirmyndar.
Við viljum halda áfram að efla þetta starf og leitum því ávalt af fólki
sem brennur fyrir því að vinna við sérkennslu
eða vill auka færni sína á þeim vettvangi.


Karlar jafnt sem konur eru sérstaklega hvattir til að sækja um starf með okkur
en nú þegar er hátt hlutfall karlmanna
starfandi við skólann.

Upplýsingar veitir Hörður leikskólastjóri
í síma 7703553
eða á netfanginu hordur@adalthing.is

Miklar upplýsingar um Aðalþing er að finna á þessari heimasíðu og Facebooksíða okkar gefur líka góða mynd af andanum í skólastarfinu.


Svæði

Fyrirspurnir

Leikskólinn Aðalþing  |  Aðalþingi 2  |  203 Kópvogur  |  S. 5150930  |  adalthing@adalthing.is Aðalþing á Facebook