Flýtilyklar
Viðtal við Guðrúnu Öldu
Í fylgiblaði Fréttablaðsins í dag er viðtal við Dr. Guðrúnu Öldu Harðardóttur, fyrsta skólastjórann í Aðalþingi, sem hefur rekið leikskólann með Sigurði Þór Salvarssyni undir merkjum Sigöldu ehf. í þrettán ár.
Í Aðalþingi er alltaf verið að betrumbæta það gamla
og þróa eitthvað nýtt, það er í raun innbyggt í skólastarfið.
Leikskólinn Aðalþing, sem Sigalda ehf. rekur, hlaut Íslensku menntaverðlaunin 2021.
Þar er rekið framsækið skólastarf þar sem frumkvöðlaandi ríkir.
Segðu mér, Guðrún Alda, hver er meginmunurinn á Aðalþingi og öðrum leikskólum í landinu?
„Í fyrsta lagi að leikskólinn er bæði rekinn og honum stjórnað af leikskólakennurum. Eitt megin markmið skólastarfsins öll þrettán árin hefur verið að hvert barn fái bestu umönnun og kennslu sem völ er á. Og til að ná því markmiði þarf skólinn að hafa kærleiksríkt og metnaðarfullt fagfólk en hlut fall kennara er hátt í Aðalþingi og hefur verið frá því skólinn tók til starfa.
Í upphafi skólagöngu hvers barns eru foreldrum kynnt þessi markmið og þeir hvattir til að gera athugasemdir ef þeir telja skóla starfið ekki standa undir þeim, nokkurs konar innbyggt símat foreldra. Þátttaka barnanna í Aðalþingi í mati á skólastarfinu er meiri en gengur og gerist í öðrum skólum. Frá upphafi skólagöngu læra þau að vega og meta, velja og hafna svo og að átta sig á því að hugmyndir þeirra hafa gildi í leik skólasamfélaginu.
Við styðjumst líka við innbyggt símat í daglegu starfi skólans, þar sem starfsfólk skiptist á að funda og ígrunda skólastarfið saman. Aðalþing hefur enn fremur búið að því að erlent og innlent fræðafólk hefur verið nokkurs konar „gagn rýnir vinir“ skólans og hefur rýnt í skólastarfið með starfsfólkinu, skólastarfinu til gagns.
Samræða gegnir stóru hlutverki í Aðalþingi sem er jú einn mikilvægasti þáttur lýðræðis. Í skólanum hefur þróast mjög lýðræðislegt skólastarf, lærdómssamfélag þar sem fólk er óhrætt við að leggja fram og ræða nýjar hugmyndir og vinnubrögð. Í skólanum hefur skapast frumkvöðlaandrúmsloft sem byggist á trausti og velvild. Skólastarfið á að stuðla að því að börnin séu glöð, hamingjusöm og séu frjálsir einstaklingar, þá eru þau í stakk búin til að læra.“
Frumkvöðlaandrúmsloft segirðu, hvaða nýbreytni er helst við lýði hjá skólanum?
„Strax í upphafi reksturs leik skólans árið 2009 voru tekin upp ný vinnubrögð við upphaf skóla göngu barna, önnur en tíðkuðust almennt í leikskólum á þeim tíma. Þátttaka og hlutverk foreldra fékk meira vægi en aðferðin er nefnd þátttökuaðlögun. Í dag nota fjöl margir leikskólar landsins þessa aðferð. Aðalþing var brautryðjandi í notkun á spjaldtölvutækni í leikskólum frá árinu 2011. Í Aðal þingi hafa verið þróaðar nýjar aðferðir við samþættingu leiks og námsþátta. Árið 2011 var mótuð nýstárleg og lýðræðisleg nálgun á matmálstíma barnanna og í fram haldinu opnuð Matstofa, sem er jafn mikilvæg og önnur námssvæði skólans. Ákveðin kennslufræði fer fram í Matstofunni og henni er ætlað að stuðla að vellíðan í fallegu og notalegu umhverfi. Í dag hafa margir leikskólar tekið upp sams konar Matstofu í einhverri mynd.“
Hvaða þýðingu hefur það fyrir Sigöldu og Aðalþing að hljóta Íslensku menntaverðlaunin 2021?
„Það er mikill heiður að fá þessi verðlaun og þau eru viðurkenning fyrir mikilvægi leikskólastarfs í landinu. Það felast verðmæti í að samfélagið kunni að meta gott skólastarf. Samfélag sem elur börnin sín upp sem glaða og frjálsa einstaklinga þarf kannski ekki að takast á við eins marga brotna fullorðna einstaklinga þegar fram líða stundir.“
Eru einhverjar nýjungar í vændum á árinu sem gaman væri að segja frá?
„Ójá, í Aðalþingi er alltaf verið að betrumbæta það gamla og þróa eitthvað nýtt, það er í raun inn byggt í skólastarfið. Frá 2015 hefur leikskólinn unnið að þróunar verkefninu Eiturefnalaus leikskóli. Efnainnihald hefur verið skimað og námsgögn sem ekki standast kröfurnar fjarlægð. Nú erum við komin á þann stað að við teljum tímabært að fá Svansvottun á eldhúsið, en ekkert skólaeldhús á Íslandi hefur fengið slíka vottun.“
Sigalda er rekin af Guðrúnu Öldu Harðardóttur og Sigurði Þór Salvarssyni. Guðrún Alda er með doktorsgráðu í leikskólafræðum og Sigurður Þór er blaðamaður og þýðandi. Leikskólastjóri Aðalþings er Hörður Svavarsson og aðstoðar leikskólastjóri er Agnes Gústafs dóttir.