Fækkun skipulagsdaga hafnað í andstöðu við ríflega 99% foreldra

Leikskólanefnd Kópavogs hefur hafnað erindi foreldraráðs, skólastjóra og rekstraraðila leikskólans Aðalþings um að fækka skipulagsdögum og flytja hluta þeirra á dagana milli jóla og nýárs þegar grunnskólar eru líka lokaðir og nýting á leikskólum almennt mjög lítil. Þessi ákvörðun er tekin í andstöðu við vilja ríflega 99% foreldra.

Þann 14. apríl síðastliðinn sendi foreldraráð og stjórnendur í Aðalþingi erindi til Leikskólanefndar Kópavogs þar sem óskað var eftir að tveir af skipulagsdögum haustannar yrðu færðir í vikuna milli jóla og nýárs og að því gefnu að sú ósk væri samþykkt var óskað eftir að skipulagsdögum yrði fækkað úr fimm í fjóra.

Eiríkur Ólafsson er formaður LeikskólanefndarBeiðnin byggir á skoðanakönnunum meðal foreldra sem gerðar hafa verið árlega í Aðalþingi í fjögur ár samfleytt. Skipulagsdagar í Aðalþingi hafa því verið ákveðnir í miklu samráði við foreldra og unnið hefur verið í nánu samstarfi við foreldraráð sem er hinn lögformlegi umsagnaraðili.

 

 

Í erindi leikskólans segir að í Aðalþingi höfum við áttað okkur á að það er hagstætt að hafa leikskólann lokaðan vegna skipulagsdaga milli jóla og nýárs þar sem þetta er tími sem foreldrar nýta hvort eð er ekki vel. Skipulagsvinna hefur farið fram á kvöldfundum mánaðarlega, enda er mjög mikilvægt að þeirri vinnu sé sinnt jafnt og þétt en þegar kemur að tímanum milli jóla og nýárs er skólanum lokað enda fólk búið að vinna þessa daga af sér. 

Foreldrar og starfsfólk Aðalþings hafa haldið áfram þróunarstarfi sínu hvað skipulagsdaga varðar og við höfum áttað okkur á því að það fyrirkomulag að draga úr þjónustu og loka fyrir þjónustu til að hægt sé að skipuleggja hana er e.t.v. barn síns tíma. Engri starfsemi í nútímaþjóðfélagi er þannig fyrir komið að leggja þurfi þjónustu niður meðan hún er skipulögð. Þetta tíðkast ekki í heilbrigðisþjónustu, ekki í ferðaþjónustu eða nokkurri annarri almannaþjónustu. Kannski er komið að því að rekstraraðilar þurfi að hagræða með öðrum hætti og gefa kost á skipulagsvinnu utan hefðbundins þjónustutíma. Í Aðalþingi viljum við nú stíga skref í þá átt og fækka skipulagsdögum. 

Við höfum borið niðurstöður hugmyndavinnu okkar um fyrirkomulag skipulagsdaga næsta skólaárs undir foreldra þeirra barna sem verða hér áfram næsta skólaár. Afstaða þeirra er mjög eindregin. Ríflega 99% foreldra eru á einu máli um tillögurnar. Sérstaklega var gerð grein fyrir könnuninni og niðurstöðum hennar í fylgiskjali með erindinu til leikskólanefndar.

 

Erindinu hafnað
Á fundi leikskólanefndar Kópavogs þann 28. maí var erindi foreldra og stjórnenda í Aðalþingi um tilfærslu og fækkun á skipulagsdögum hafnað með eftirfarandi bókun: “…Leikskólanefnd hafnar beiðni leikskólans um breytingu á skipulagsdögum, sbr. fyrri samþykktir nefndar um samræmda skipulagsdaga í sveitarfélaginu.”

Það er óneitanlega athyglisvert að rökstuðningur Leikskólanefndar Kópavogs sé ekki ítarlegri eða byggi á veigameiri ástæðum þegar ljóst er að þessi stjórnvaldsákvörðun er í andstöðu við nærri alla foreldra í skólanum.

Hér er slóð á pdf skjal með erindi Aðalþings í heild sinni ásamt greinargerð um spurningakönnun meðal foreldra um fyrirkomulag skipulagsdaga 2015 – 2016.

99% foreldra vila að skipulagsdagar verði einungis fjórir og tvei milli jóla og nýárs

 

 

Svæði

Fyrirspurnir

Leikskólinn Aðalþing  |  Aðalþingi 2  |  203 Kópvogur  |  S. 5150930  |  adalthing@adalthing.is Aðalþing á Facebook