Viðbótarkennsla 2012 - 2014

Viðbótarkennsluteymi Aðalþings hefur tekið saman skýrslu um starfsemi sína fyrir Skólaskrifstofu Kópavogs. Í skýrslunni kemur meðal annar fram að það voru 27 börn með viðbótarkennslu í Aðalþingi þetta skólaár.

Þörfin eftir stoðþjónustu Kópavogsbæjar hefur mest snúið að aðkomu sálfræðings, alls þrettán beiðnir en þörf fyrir aðkomu talmeinafræðings var einnig töluverð, alls níu beiðnir.  

Bið eftir stoðþjónustu hefur lengst, börnin biðu frá þremur mánuðum í allt að sjö mánuði eftir þjónustunni.  Inngrip viðbótarteymis snýr mest að málörðugleikum (41%) og tilfinninga og hegðunarerfiðleikum (30%).

Hér er hægt að sækja skýrsluna í heild sinni í pdf sniði.


Svæði

Fyrirspurnir

Leikskólinn Aðalþing  |  Aðalþingi 2  |  203 Kópvogur  |  S. 5150930  |  adalthing@adalthing.is Aðalþing á Facebook