Aðalþing í augum gesta

Við fáum fjölda gesta, innlenda og erlenda, til okkar í Aðalþing á hverju ári. Stundum senda þeir okkur fallegar kveðjur og stundum skrifa þeir mjög vinsamlega um okkur á samskiptamiðla, í blogg eða fagblöð. Fyrir stuttu voru fjórir kennarar hjá okkur í heimsókn sem voru einstaklega hrifnir. Einn þeirra póstaði til okkar nokkuð upphafna kveðju og annar bloggaði.

 

Þegar skólinn hóf göngu sína fyrir röskum fimm árum, vakti þátttökuaðlögunin mesta athygli. þremur árum síðar var fólk mest forvitið um brautryðjendastarf okkar í upplýsingatækni með iPad og iOS stýrikerfinu. Núna vekur Matstofan, matarmenningin og lýðræðishugsunin mesta undrun og athygli.

Kveðjan sem við fengum í liðinni viku frá Anette sem heimsótti Aðalþing var svona:

"I cannot express how honoured I felt having a opportunity
to meet with you and your colleagues.
Sharing with us your research and ideas.

I hope one day I will get an opportunity
to work in such a wonderful setting.
Thank you."
 
Bloggið hennar Suzanne er á þessari slóð. Suzanne segir þar m.a:
 
"When seeing the old photograph of the dining hall and the new one it is very easy to see how the new design gives the children a much greater choice - a step away from the one size fits all when the tables and chairs are so uniform."
 
"It feels appropriate to design the children's dining room based on a space that adults find attractive too - filled with interesting things to look at - and a variety of choices of how to sit - why should we design rooms for children based on the ease of cleaning up after them, or based on a one size fits all?"
 
Við erum óskaplega þakklát fyrir falleg orð í garð skólans okkar. En eins og alltaf segjum við að skóli sem er vel mannaður af vel menntuðum leikskólakennurum beri mikla ábyrgð. Skólinn þarf að vera þannig að fólk skilji og skynji að hér eru leikskólakennarar við störf.
 
Núna vantar 1300 leikskólakennara í leikskóla á Íslandi. Skóla sem sem er jafn vel settur og Aðalþing er, ber að vera fyrirmynd og viðmið. Það gleður okkur auðvitað þegar það tekst.

Svæði

Fyrirspurnir

Leikskólinn Aðalþing  |  Aðalþingi 2  |  203 Kópvogur  |  S. 5150930  |  adalthing@adalthing.is Aðalþing á Facebook